Iðunn - 01.01.1887, Page 218
212
Carl Andersen:
honum. Mjer datt í hug, að hann væri ef til vill
sjálfur ástfanginn í Maríu.
En það átti ekki að líða á löngu, áður en jeg
fengi að vita, hvernig á þessu stóð.
Eitthvert fyrsta kvöldið eptir að vjer komum
heim, kom skipstjóri og benti mjer að koma með
sjer niður í káetu. Hann hafði verið á landi all-
an daginn, og var hinn alvarlegasti á svipinn, og
skalf í honum röddin, svo að mjer brá heldur eu
ekki, er hann mælti:
»Jeg hef ekki nema sorgarfregn að færa, Jó-
hann! Láttu nú sjá, að þú takir henni karl-
mannlega. Jeg kem rakleiðis frá móður minni, og
hiín sagði mjer, að María væri önduð fyrir rúmu
ári«.
Jeg vissi eigi, hvort jeg átti að trúa eigin eyrum
mínum eða eigi; jeg varð svo harmi lostinn, að
mjer fannst því líkast sem sjórinn ætlaði að svelgja
mig í sig. Jeg varð að styðja mig við borðið til
þess að hníga eigi niður. Skipstjórinn sá, hve
mikið mjer varð um, og hefir líklega ætlað að hug-
hreysta mig.
»Ojá, þjer verður innan handar að fá þjer aðra
í hennar stað. fægar öllu er á botninn hvolft, er
óvíst, hver gæfuvegur það hefði verið fyrir þig, að
eiga þessa Maríu».
Og því næst sagði hann mjer þessa raunasögu :
Hjer um bil missiri eptir að vjer fórum, hafði
það flogið til eyrna Maríu, að jeg hefði dáið úrgulu
einhverstaðar í Austur-Indíalöndum. Hún kom þá
alveg óhuggandi til húsmóður sinnar, sem gerði alb
sitt til að hughreysta hana, og sagði henni, að eig1