Iðunn - 01.01.1887, Page 219
Jóhanna.
213
hefði komið nein fregn frá syni sínum, skipstjór-
anum, er benti á slíkt. |>ar á móti liefði öllum
liðið vel á skipinu, er hann skrifaði síðast. — En,
María þóttist vita það betur; Jóhann hefði dáið
úr gulu, það hafði hún eptir einum fjelaga hans,
er líka var landi hans og sjálfur mjög sorgbitinn
af láti svo góðs vinar síns. það er í stuttu máll
sagt, að það varð engu tauti komið við Maríu.
Hún grjet sáran fyrsta mánuðinn ; en svo fór liún
smátt og smátt að lifna við aptur. Og tæpu missirr
síðar sagði María sig úr vistinni til þess að fara
til Lundúna ; kom það heldur en ekki flatt upp á
húsmóður hennar gömlu. Hafði hún eigi veriðeins
stöðug og dygg við verk sitt, er fram í sótti, eins og
áður, en húsmóðir hennar hafði vorkennt henni,
°g eigi fengizt neitt um smá-yfirsjónir hennar,
þangað til það kom upp úr kafinu, að María átti
launfundi við einhvern ókunnugan mann, og fjekk
M því óorð. þá fann húsmóðir hennar að því við
hana, og sýndi henni fram á, að ósæmilegt væri
fyrir hana að hegða sjer þannig, en hún fjekk það
svar, er hún átti sízt von á, og það var uppsögn úr
vistinni.
Skipstjóri kvaðst hafa vitað þetta allt saman
fyrir löngu, með því að sjer hefði verið skrifað það
að heiman. Hann hetði aldrei minnzt á það við
af því hann hugði, að jeg mundi gleyma henni,
þegar jeg væri svona lengi í burtu, og einkum af
því að jeg liafði haft svo lítil kynni af henni, eigi
Rema í þetta eina skipti um sumarið með sjer.
þess vegna liefði hann orðið svo dapur í bragði,
Þegar hann varð þess vísari af samræðu okkar, er