Iðunn - 01.01.1887, Page 220
214 Carl Andersen :
við vorutn að koma heim, að jeg ynni Maríu erm
hugástum.
Hann hafði þá einráðið með sjer að fá að vita,
hvernig þetta allt hefði atvikazt. Kvaðst hann nú
geta sagt mjer söguna til enda. María hafði látið
vjelazt hraparlega, vesalingur, og þorpari sá, sem
það gerði, hafði hlaupið skjótt frá henni; síðan
hafði hún orðið ljettari, en barnið lifað skamma
stund. Sjálf hafði hún svo veslazt upp, unz hún
að lokutn fjekk hinn síðasta frið í faðmi liúsmóður
sinnar götnlu, er hafði grafið upp, hvar hún var,
og tekið hana heim til sín; höfðu þær mæðgur
hjúkrað henni, veitt henni nábjargiruar og síðan
ræktað blóm á gröf hennar við kirkjuturninn gantla
með vafningsviðnum, sem hún hafði sýnt mjer sjálf
sumarkvöldið fagra, þegar næturgalinn söng fyrir
okkur í áhninum.
]pað er nvt fljótt yfir sögu að fara. Jeg varð
mjög þunglyndur af missi veslings Maríu minnar.
Jeg unni þessu blíða og ástríka barni, er hafði
hrasað fyrir trúgirni sína ; jeg unni henni enn svo
heitt, að hefði hún verið á lífi, mundi jeg hafa
leitað hana uppi til þess að hugga hana. Jeg get
ekki gleymt henni og gleymi henni aldrei.
Jeg undi eigi á Englandi eptir þetta. Skipstjórx
minn vildi, að jeg væri kyrr; hann minnti mig á,
hver vildarkjör mjer stæðu til boða, ef jeg væri
kyrr ; en jeg sat fastur við minn keip. Hann hjálp-
aði mjer þá til að komast á skip, er ljetti akker-
um þegar í stað, og ætlaði til Erakklands, og svo
eitthvað lengra út í buskann.
Hinn fyrsti af hinum nýju fjelögum mínum, sem