Iðunn - 01.01.1887, Síða 221
Jóhanna.
215
jeg sá, þegar jeg bar kista mína niður í fyrirrúm-
ið, var mannræfill, er laut niður og vafði saman
skinnklæðum á blárri kistu. f>egar jeg var kom-
inn ofan í miðjan stigann, leit mannskepnan við,
og þó að litla birtu bæri á andlit hans, sá jeg þó
nóg til þess að þekkja, að þar var kominn Mar-
teinn, og hafði hann samt samt ekki breyzt til
batnaðar á hinum síðustu árum, af svalli og saur-
lifnaði. Hann var orðinn þrútinn og rauður' í 'and-
liti og augum.
Kistan fjell úr höndunum á mjer og hraut með
braki og brestum ofau stigann ; mjer varð um leið
fótaskortur og mátti þakka mínum sæla, að jeg fót-
brotnaði ekki.
Jeg gat eigi staðið upp aptur fyr en Marteinn
var horfinn. Hann fauk sem örskot fram hjá mjer
UPP stigann ; hafði hann auðsjáanlega þekkt mig
hka. þóttist jeg nú ekki þurfa að ganga í graf-
götur um, að jeg átti engum öðrum en þessari mann-
fýlu ólán okkar Maríu að kenna.
Jeg veit eigi, hvaðan jeg fjekk þá stillingu, sem
ieg hafði tvo fyrstu dagana eptir að jeg sá hann
aptur. Hvort það var af því, að jeg vissi af fjand-
íuanni mínum svo nærri mjer, að jeg gat náð til
hans hve nær sem jeg vildi, eða af einhverju öðru.
hvað sem því líður, þá var jeg nú rólegri en
3eg hafði verið áður, síðan jeg frjetti lát Maríu.
Jeg stundaði það, sem jeg átti að gera, og við
Marteinn gengum úr vegi hvor fyrir öðrum, er við
vorum á þiljum uppi, eins og við hefðum komið
°kkur 8aman um það orðalaust, og væri jeg í fyrir-
ru»i, var hann á þiljum uppi; en væri jeg þar,