Iðunn - 01.01.1887, Page 225
Jóhanna.
219
um, nennti hann eigi að rísa upp til þess að gelta
að þeim, sem fram hjá fór, til þess að láta hann
vita, að hann hefði ekkert að gera á þessari leið,
sem hann þóttist einn eiga yfir að ráða. Lævirkj-
arnir einir ljetu hljóma hinn fagnandi samsöng
sinn.
þá sá jeg lítið hús undir grænu brekkunni, sem
liggur þar norður með Sundinu. I brekkunni eru
hjarrunnar, hús og gulleitir smálækir. Hús þetta
var hjer um bil í sama móti steypt og hin nýrri
fiskimannahús, en við dyr og glugga voru svo þjett-
ar og frjóvar vafningsviðarfljettur, að öll framhlið-
og mestallur suðurgaflinn var alveg þakinn af
þeim. Jeg gat eigi gert mjer grein fyrir því, hvern-
Jg því vjek við, að hið þjetta vafningsviðarnet
hafði þau áhrif á mig, að jeg gleymdi öllu öðru fyrir
gömlu atviki, sem mjer flaug þegar í hug. Jeg
°am staðar við húsið og virti það fyrir mjer. Mjer
varð ósjálfrátt sem heyrði jeg fornkunningja minn
segja mjer upp söguna um hið stopula æskulán sitt,
°g er næturgali hóf samstundis söng sinn í runni
einum allnærri, þá fannst mjer sem jeg væri heill-
nður þangað, sem hinn ungi sjómaður sat undir
kirkjuturninum enska og þau María bundust
tryggðum.
En á bekk hægra meginn við dyrnar sat grett-
1Qn, gamall og lotinn maður, er sleit mig skjótt
^ nr þessari ljúfu leiðslu. Andlit hans var allt
Jafnhrukkótt og nær alþakið hvítu skeggi, sem stóð
eins og strý í allar áttir. Einhvern tíma hafði
fiann fengið ljótt áfall, því nefið var flatt og ann-
augað vantaði. En það var auðsjeð á því,