Iðunn - 01.01.1887, Page 226
220
Carl Andersen:
hvernig hann sneri höfðinu og hleraði í hvert skipti,
sem eitthvert hljóð heyrðist, að hann var sjónlaus
á hinu auganu, svo að hann var alblindur.
|>að skein út úr honum þol-laust önuglyndi.
Hann akaði sjer öllum eða var allt af eitthvað að
nöldra, eða hann æpti hátt eitthvað á þessa leið :
»Bölvaður hitinn ! — sárþyrstur sem rakki! — láttu
stelpuskömmina vera hjá mjer, þegar frændi er
ekki við — enginn hugsar um blindan vesaling !»
Og svo jós hann úr sjer ljótum frakkneskum blóts-
yrðum og skældi um leið á sjer munninn á alla
vegu. Mjer varð eins og jeg vaknaði við vondan
draum ; jeg hraðaði mjer burt frá húsinu, til þess a.ð
gleyma karlræflinum sem skjótast.
Jeg hjelt áfram leiðar minnar, og gleymdi hon-
um, og endurminningin um Jóhann minn gamla
hvarflaði aptur í huga minn. Hafi maður einu siuni
lært fagurt lag, getur hann varla stillt sig um að
raula það fyrir munni sjer. »Hvar ætli hann sje nú
niður kominn ?» var jeg að hugsa, þegar jeg loks
fann stein einn undir brekkunni að setjast á. jpar
var fagurt útsýni, yfir spegilfagran sjóinn í Sund-
inu.
Bjett fyrir neðan mig stóð bátur í fjörunni skorð-
aður með hlunnum. Maður stóð við bátinn ; lagði
hann olnbogann á borðstokkinn og studdi hönd
undir kinn. Hann starði út á sjóinn. Jpað var
gamall maður, herðibreiður og þrekinn, sólbrunn-
inn í kinnum, og fjell mjallhvítt hár undan blank-
hattinum, sem hann hafði á höfði. það var auð-
þekkt, að þetta var sjómaður, bæði af hattinum og
bláröndóttu skyrtunni, sem hann var í yztri klæða, og