Iðunn - 01.01.1887, Page 227
Jóhanna.
221
því, hvernig svarta silkihálsklútnum var brugðið í
lausahnút um skyrtukragann, sem var óhnepptur.
Mjer kom í hug, að fleira mundi nú liafa á daga
hans drifið en mína og ininna líka.
Maðurinn leit við ; mjer varð litið á hrukkurnar
við munninn — jeg spratt óðara upp og hljóp nið-
ur að bátnum. Mjer hafði eigi missýnzt.
»Heill og sæll, þökk fyrir síðast, Jóhann !» sagði
jeg með mesta gleðibragði.
Hann tók þegar hendina undan kinninni og rjetti
mjer hana; brosið, sem þá ljek á vörum hans, bar
vott um, að hann kannaðist við mig, og að jeg var
honum kærkominn gestur.
Margt þurftum við að tala saman; margt hafði
ðrifið á daga okkar sfðan við sáumst síðast; en
hann kunni þó frá fleiru að segja en jeg. Nú var
hann orðinn efnaður maður, því hann hafði fengið
1 arf húsið eptir bróður sinn látinn ; var það hinn
elzti þeirra þriggja bræðranna, sem Jóhann hafði
getið um við mig forðum daga. Hann hafði dáið
ókvæntur frá allmiklum maurum. Auk þessa hafði
Jóhann erft dóttur yngsta bróður síns, er var líka
Jáinn (ekkjan var og látiu, bláfátæk); það sagði
hann væri bezti gripurinn af því, sem hann hafði erft,
því að það væri einstök stúlka, bæði fríð sýnum og
góð í sjer, og gat auk þess verið bústýra föðurbróður
síns. það spillti og eigi til, að hún hafði verið látin
heita Jóhanna, í höfuðið á honum.
“Jeg lifi eins og blórn f eggi hjá henni; finnst yður
Jeg ekki vera fjáður maður, þar sem jeg á dóttur,
er íeg vildi ekki hafa skipti á fyrir dóttur keisar-