Iðunn - 01.01.1887, Side 228
ans?», sagði gamli maðurinn, og ánægjan skein úb
úr augum hans.
»Ekki vænti jeg þjer eigið heima í húsinu þarna
með vafningsviðinum mikla ?»
»Jú einmitt, það er húsið mitt», sagði Jóhann.
»Og ef satt skal segja, þá er það jeg, sem hef
búið húsið þannig. það er enskur siður, skal jeg
segja yður; jeg hef kunnað vel við þann sið, síðau
jeg var ungur».
Hann brosti við blítt og raunalega.
»En hver er þessi hræðilegi nöldrunarskrjóður,
sem sat þar fyrir utan dyrnar rjett áðan ? það
veit jeg, að yður á hann ekki við, og eptir því hvernig
þjer lýsið Jóhönnu, getur það ekki verið maðurinn
hennar», sagði jeg hlægjandi.
»Maður Jóhönnu ! ha ha ha ! Onei. Nú skul-
ið þjer heyra tíðindi: það er enginn annar en
hann Marteinn okkar ; jeg hefi haft hann hjá mjer
núna í 4 ár. Já, þjer látizt ekki trúa því, en þaö
er samt satt. Ojæja; getur verið, að jeg gæti haft
viðfeldnari fjelaga, en jeg hugsa nú si svoua, að
fyrst að allir menn eru einu sinni skapaðir í guðs
mynd, þá hlýtur Marteinn að hafa ratað í miklar
raunir, úr því að hann er svo illa útleikinn, að
varla sjest á honum nokkur manns mynd. þar aö
auki er einhverstaðar góð stúlka, sem bað svo mjög
fyrir hann, að jeg get ekki fengið af mjer að sleppa
höndum af honum, nú þegar hann er algjörlega
upp á aðra kominn, og á engan að. Mjer hefir
stundum flogið í hug, að Drottinn vildi ef till vill
nota mig fyrir verkfæri í sinni hendi til þess að snúa
honum til betri végar».