Iðunn - 01.01.1887, Síða 229
Jóanna.
2" 3
Jeg þekkti alla æfisögu Jóhanns, og hinn langa, ó-
rjúfandi söknuð hans; og nú vissi jeg, að þann
mann, sem þessu hafði valdið, hafði hann tekið að
sjer.og ól nú önn fyrirhonum. Síðan hef jeg opt hugs-
að um það, að drottinn kýs sjer eigi ávallt sendi-
boða á meðal höfðingjanua, heldur sendir hann ein-
mitt opt þá, sem lítilmótlegir eru, til þess að veiða
rnenn.
»Nú verðið þjer hjá mjer í kvöld og borðið einn
brauðbita með okkur», sagði Jóliann.
»það var gott að þjer þýddust það», mælti hann
enn fremur. »þjer skuluð í staðinn fá að kynnast
gullinu mínu heima. það getið þjer reitt yður á,
að sá maður, sem hana fær, hann er ekki svikinn,
en. sá fær lfka smjörþefinn af mjer í þokkabót,
því jeg get ekki við hana skilið, enda munuð þjer
ekki furða yður á því, þegar þjer eruð búnir að
sjá hana sjálfur og tala við hana. Eu nú skulum
við láta hana hafa tóm til að koma Marteini
f rúmið, svo að við getum síðan fengið okkur
eiua pípu að reykja í næði og eitt glas af púnsi.
það er ekki svo ljótt hjerna núna; við skulum
borfa á veðrið litla stund».
Jeg hliðraði rnjer til, svo að hann gæti sezt við
hliðina á mjer. Rjett á eptir sagði hann :
»iEtli yður þætti gaman að heyra, hvernig fund-
Um okkar Marteins bar saman aptur ?»
»Já, því getið þjer nærri, Jóhann !» svaraði jeg.
^eg bauð Jóhanni vindil, en hann vildi eigi þiggja
hann; sagði hann, að fljótt mundi slokkna í hon-
Ul11 á meðan hann segði sögu sína. Jeg kveykti
Þú í vindli handa sjálfum mjer, en svo fór, að jeg