Iðunn - 01.01.1887, Side 232
226
Carl Andersen :
marga hesta, að auk þriggja eða fjögra reiðhesta
og áburðarliesta svo margra, sem liafa þurfti til
heimilisnota, hafði hann allt af á hverju sumri
nokkra til sölu handa enskum hestakaupmönnum,
sem nú eru farnir að ferðast um landið til þess að
kaupa þessa ágætu gripi fyrir beinharða gullpen-
inga; hafa þeir þá í kolanámur á Skotlandi og
Englaudi. þetta var reyndar maunmargt heimili;
auk bónda og húsfreyju og barna þeirra, tveggja
ungra drengja og dóttur lítið yfir tvítugt, voru að
minnsta kosti 15 eða 16 manns í heimili. Meðan
jeg var þar, voru optast allir heima ; það var líka
um þann tíma árs.
þegar útivinnunni var lokið á daginn, kom allt
fólkið á heimilinu saman á kvöldiu í baðstofunni.
Smáir lampar, er hjengu á veggnum og undir bit-
unum, báru birtu um hana, og sat hver á sínu
rúmi, sumt að tóvinnu, sumt að saumum o. s. frv.,
en einn las hátt eða sagði sögu. þetta gat jeg
sjeð úr rúminu mínu, sem var í öðrum endanum á
baðstofunni afþiljuðum, en breiðar dyr voru ámiðju
þilinu. þegar jeg tók að hressast, var mjer mesta
ánægja að liggja í rúmi mínu og horfa á fólkið,
sem sat stöðugt við vinnu sína, og brosti, hló eða
var alvörugefið og hugsandi eptir efni þess, sem
lesið var eða frá var sagt. Jeg skildi það ekki,
enda var Valborg, dóttir bóndans, hin eina á lieim-
ilinu, sem skildi mig. Hún hafði fyrir fám árum
verið tvo vetur í næsta kauptúni til þess að nema
ýmislegt af konu kaupmannsins, og hafði hún þá
lært dönsku allvel.
það lenti því mest á henni að stunda mig, enda