Iðunn - 01.01.1887, Síða 239
Jóhanna.
233
bráðlega á fætur aptur, með því að jeg var hraust-
byggður og hafði beztu hjúkrun. Hún gat aldrei um
við mig, hvað mjer hefði versnað, og jeg minntist
ekki optar á það mál við hana. En með kinnroða
má jeg játa, að þó að jeg gæti opt og einatt ráðið
það af hinu og þessu, að illa gengi með hinn sjúka
fjandmann minn, þá kenndi jeg aldrei í brjósti um
hann. Já, jeg var jafnvel svo harðsvíraður, að
það lá við að mjar hálf-þætti við Valborgu, er jeg
komst að því, að hún hafði brugðið sjer yfir um ;
jeg vissi, að það var hans vegna.
Nú leið veturinn fram í marzmánuð. Jeg hresst-
ist smámsaman, og faunst mjer að mjer færi stór-
um fram í hvert skipti, sem jeg kom undir bert
lopt, og hreiut og kalt veður var úti. Jeg sagði
opt við Valborgu, bæði í gamni og alvöru, að hún
og loptið í landinu hennar hefðu gert mig yngri
en jeg var, er jeg fór að heiman. Hún fór optast
uieð mjer, er jeg var úti að lireyfa mig, og rjeð,
hvert við fórum. það var alls einu sinni, að jeg
bafði á móti því, að fara þá leið, sem hún vildi.
Hún stefndi niður að ánni, og á bæinn á móti.
Isinn var enn á ánni. Jeg skildi vel, hvert hún
setlaði, en jeg vildi ekki hafa neitt með Martein
að sýsla. Jeg bar enn í brjósti mjer hinn beiska
forna fjandskap, og hugsaði, að hversu þungt sem
uijer fjelli að skilja við Valborgu, þá væri þó gott,
að bráðum kæmi vorið, svo að jeg gæti komizt til
kaupstaðarins, og tekið mjer far með fyrsta skipi,
sem væntanlegt væri frá Danmörku. f>á yrði loks
uógu langt á milli okkar Marteins.
Jeg þóttist sjá raunasvip á andliti Valborgar.