Iðunn - 01.01.1887, Síða 241
Jóhanna.
235
borg spurði mig, hvort jeg vildi eigi koma með líka.
Hún hjelt, að nii væri jeg orðinn frískur ; jeg gæti
fengið að ríða Rauð hennar ; á honum væri mjer
óhætt; hann væri órösull! »|)ú, sem ert alvanur
að sitja á skipsrám í stormi, þú getur þá líklega
hangið kyr á stilltum hesti í bezta veðri», mælti hún
°g hló.
Mjer var fyrst um og ó, en ljet þó tilleiðast á
endanum, og það því fremur, sem jeg fann þörf á
því að koma í guðshús, jafnvel þó að jeg vissi, að
jeg mundi eigi geta skilið eitt orð af því, sem prest-
urinn segði.
það var langt til kirkjunnar, og urðum vjer því
að fara snemrna af stað. Vegir voru nokkurn veg-
mn þurrir. |>að var sljett fiatlendi að fara og
breitt fram nreð hlíðinni fyrir utan Guttormshaga.
Pell var og á leiðinni allhátt; jeg trúi það hjeti
Hestfjall. það var góður leiðarvísir; því að hjá
því átti að fara til þess að komast fram í dalinn,
þar sem kirkjan stóð. Fyrir ofan kirkjuna var fjall,
sem mjer virtist svipað afarstóru vígi. Skugga dró
mjög ofan í dalinn, og þar var kyrrð og alvara
yfir öllu. En þegar vjer nálguðumst staðinn, sá-
um vjer sólargeislana leika á ánni, sem rann fyrir
neðan kirkjuna, og sömuleiðis á kirkjugluggunum
litlu, svo að þeir eins og bentu oss brosandi til
8ín.
Kirkjan var lítil, úr timbri og tjörguð svört, með
ferhyrndum gluggum, nema gluggakisturnar og
dyrnar, sem voru á vesturendanum ; það var hvítt.
Hið eina, sem benti ókunnugum eins og mjer á,
að þetta væri kirkja, var lítið skýli á stólpum