Iðunn - 01.01.1887, Page 242
236
Carl Andersen:
yzt á mæninum, þar sem klukka lijekk undir.
Strengurinn úr henni hjekk niður með kirkjudyr-
unum.
það voru margir hestar fyrir heima á hlaðinu
áður eu við komum. Af því að veður var blítt, og
svo vegna hátíðarinnar, þá var fjöldi fólks kominn
til kirkju. þegar jeg var kominn af baki, heils-
uðu mjer bæði uugir og gamlir með handabandi,
því þó að fæstir þeirra hefðu sjeð mig áður, hafði
samt fregnin um, að jeg hefði komizt af, og um
hin þungu veikindi mín, borizt út um alla sveitina.
|>ess vegna var eins og almenningi þætti vænt um
að vita mig kominn á ról.
Maður í svörtum vaðmálsfötum og með barða-
stóran svartan hatt á höfðinu leysti klukkustreng-
inn og hringdi. Og jeg segi yður það satt, að
hljómur þessarar litlu klukku hafði engu minni á-
hrif á mig, en þó jeg hefði heyrt hringt klukkunum í
dómkirkjunni í Hróarskeldu. Ejett á eptir kom
presturinn. |>að var ungur maður bjartleitur og
alvarlegur á svip ; virtist mjer hann bjóða af sjer
bezta þokka. |>egar hann heilsaði fólkinu frá
Guttormshaga, tók hann fyrst í hendina á Val-
borgu. Jeg sá, að hún roðnaði dálítið, og þá kom
mjer í hug, að það væri jafnræði með þeim. Enda
áttust þau líka síðar, skal jeg segja yður, og þau
eru að hugsa um að heimsækja mig í sumar, karl-
fauskinn.
|>jer munuð varla geta ímyndað yður fátæklegra
guðshús, en kirkjuna litlu, sem jeg sat þá í.
Veggirnir voru ómálaðir og engin hvelfing eða lopt,
heldur berar sperrur, súð og bitar. Niður úr mið-