Iðunn - 01.01.1887, Page 244
238
Carl Andersen:
skuggalegur og ægilegur, áin dökk ílits, eius og hún
byggi ekki yfir góðu. Vindurinn stóð niður af fjall-
inu, og var svo hvass við kirkjuhornið, að það var
eins og faxið ætlaði að fjúka af hestunum, sein
stóðu allir saman í hörn sunnan undir kirkjunni.
Kirkjufólkið hafði því nóg að gera að komast sem
fyrst af stað til þess að ná heim, áður en illviðrið
dytti á. En þeir, sem áttu yfir fjall að sækja,
urðu kyrrir hjá kirkjubóndanum. Vjer vorum á
meðal þeirra, sem áttum hægast heim, og fórum
því af stað.
Vjer riðum fram lijá Hestfjalli, og þegar vjer
komum út á flóann þar fyrir neðan, var eins og
öllum illum árum náttúrunnar væri hleypt á oss í
eiuu og sama vetfangi. Veðrið var rjett í fangið
á oss og snjóinn skóf í vitin á oss, svo hart, að
þar var eins og stórgefður sandur.
»Nú verðum við að halda hóp», sagði Valborg ;
xannars týnum við hvert öðru».
það var satt að segja eina ráðið ; það var svo
villugjarnt eins og í þjettasta skógi, og varla sást
faðm frá sjer fyrir kafaldsmoldviðri; var mjög illt
að ríða móti veðrinu. Snjóinn rak niður svo að
ófærð gerði fyrir hestana. Okkur fór ekki að verða
um sel. Myrkrið datt á. Mjer fannst og eins og
vjer hefðum breytt stefnunni — sjómenn eru glöggir
á það, þótt á landi sje —. Jú, nú stóð vindurinn á
hliðina á okkur, og hafði þó ekki skipt áttum, að
jeg hjelt. Jeg vakti athygli Valborgar á þessu.
Við staðnæmdumst öll þar í myrkrinu.
»Hvaða hljóð er þetta ?» mælti Valborg.