Iðunn - 01.01.1887, Síða 248
242
Carl Andersen :
t>J&, við skulum þá fara undir eins».
En hvað rómurinn rifjaði enn upp fyrir rnjer gaml-
ar æfistundir !
Jeg átti nóg með að fylgjast með henni, svo
hratt gekk hún ; en hún varð þó að liægja á sjer
og lofa mjer að vera samferða, ef hún vildi eigi
verða af því, sem jeg hafði að segja henni. þegar
hún heyrði, hvað jeg hafði verið að liugsa um upp á
síðkastið, varð henni að orði :
»Nú verður presturinn glaður U
Hún tók eptir, að jeg leit framan í hana, er hún
sagði þetta, og blóðroðnaði í framan, eins ogáður í
kirkjunni.
þegar við sátum í bátnum hvort á móti öðru,
hún í skutnum, en jeg undir árum, gat mjer ekki
dulizt, að nýr ánægjusvipur skein út úr hinu fríða
andliti á móti mjer.
»þú hefir víst opt ýmislegt að tala við prestinn,
Valborg» ? sagði jeg.
Aptur rauð sem blóð! — »Jeg hef talað alls
tvisvar við hann til þessa, Jóhann, og í hvorugt
skiptið hef jeg talað við liann um sjálfa mig», mælti
hún.
»En veiztu hver kom okkur saman í fyrsta sinn?»,
sagði hún, með svo lágri röddu, að það var logn-
inu að þakka, að jeg heyrði það.
»Nei, Valborg».
»það gerði hún, sem þú sagðir mjer frá daginn,
sem við gengum yfirmýrina», svaraði hún.oghrundu
tár um leið niður um vanga hennar.
Aður en við komum heim á bæinn, spurði jeg
Valborgu, hvort hún hjeldi, að Marteinn vissi nokk-