Iðunn - 01.01.1887, Page 250
244
Oarl Andersen:
vola aumkunarlega. Hann hefði verið hrjáður og
hrakinn af öllum mestum hluta æfinnar, hefði eigi
lifað glaða stund upp frá því, er honum var kast-
að niður úr siglutrjenu, og nef-, handleggs- og fót-
brotnaði.
Jeg get ekki neitað því, að jeg stóð þarna eins
og sekur syndari. Já, hefði hann eigi verið blind-
ur og vesall aumingi, eins og hann var, þá hefði
jeg líklega lesið yfir honum pistilinn ; en nú vant-
aði ekki mikið á, að jeg kenndi sjálfum mjer nffl
allt volæði hans.
Jeg fann, að Valborg lagði höndina á öxlina á mjer-
»Gæti jeg gert þjer einhvern greiða, þá segðu til»>
fjekk jeg þá stunið upp.
»Já, komdu mjer heim til Danmerkur, komdu
mjer burtu frá franskmönnunum, sem fleygja matn-
um til mín, eins og í volað kvikindi, sem getur
ekki einu sinni gelt að þeim ! — Láttu mig
sjónina og heilsuna aptu, svo að jeg geti fundið
þann, sem það er að kenna, að jeg hef misst
hvorutveggja !»
Jeg fann aptur, að Valhorg lagði höndina á öxl-
ina á mjer. Jeg stóð lengi þegjandi — jeg átti 1
þungri baráttu við sjálfan mig, áður en jeg fengi
yfirbugað mig. En svo lauk, að jeg lofaði að hafa
hann með mjer, í þeirri von, að mjer entist heilsa
og fjör til þess að vinna fyrir okkur báðum það,
sem eptir væri æfinnar.
f>á hýrnaði yfir Marteini aptur ; hann tók meira
að segja í höndína á mjer — það er í eina skipti
allt til þessa dags, að hann hefir tekið í höndina Æ
mjer f bróðerni», sagði Jóhann og brosti við.