Iðunn - 01.01.1887, Page 254
248
Um bréfpeningafölsun.
öll fjárstjórn ríkjanna í enn verra horf en áður.
Ekki vóru samt bréfpeniugar hafðir í þeitn ríkjum,
þar sem fjárstjórn var í góðu lagi, og Friðrik mikli
Prússakonungur (1740—1787) greip aldrei til þeirra
úrræða að gefa þá út, jafnvel ekki þegar mest svarf
að honurn í sjö-ára-stríðinu; en liann lét blanda
málmpeningana í frekara lagi. Bréfpeningar kom-
ust fyrst á gaug í Prússlandi í byrjun þessarar
aldar, en þar hefir aldrei verið gefið meira út af
þeim en svo, að nógur málmeyrir væri í móti. Bréf-
peuingar hafa þess vegtia notið þar trausts almenn-
ings og ekki komizt niður úr gangverði.
Nú á tímum er afarmikill léttir að bréfpeningum
í öllum peningaviðskiftum, og þess vegna geta menn
naumast án þeirra verið. En þeir eru samt enn
vandræðagripir í sumum ríkjum, t. a. m. í Austur-
ríki og á Rússlandi, því að þar er miklu rneira í
gangi af þeim en af silfurpeningum. Austurríki var
því nær komið í gjörsamleg fjárþrot eftir ófriðinn
við Prússa 1866, enda vóru þar þá gefnir út, jafnvel
10-aura-bréfpeningar.
1 rauninni er það eðlilegt, að jafnframt því, að
bréfpeningar komust á gang, kæmu einnig fram
menn, er fölsuðu bréfpeninga ; það var fljóttekinn
gróði, ertda mjög auðgert að búa þá til, meðan
hinir ófölsuðu vóru eins óvandaðir, eins og þeir
vóru lengi framan af. þjóðveldið frakkneska t. a.
m. bjargaði sér í stjórnbyltingunni miklu úr fjár-
kröggum með því að gefa út peninga-ávísanir, en
lýsti þær síðan allt í einu ónýtar, enda héldu þ®r
þá að eins af verði sínu. það er sanuarlega*
broslegt að sjá, hvé einfaldlega þær vóru úr garði