Iðunn - 01.01.1887, Side 256
250 Um bréfpeningafolsun.
Og til slíkra manna leita þá þeir, er falsa ætla
peninga, og reyna að flækja þá í fyrirtækið með
mikilli kænsku. þeir látast ætla að hjálpa þeini
fyrir vináttu sakir eða að fá hjá þeim smíðisgripi
sem viðskiftamenn. Og veujulega tekst þeim fyr
eða síðar að fá þá með í félagið.
þegar því er lokið, þá verður að fara að útvega
prentvél. Slíkar vélar má víða fá, en þegar ein-
hver hiður um þær, sem ekki hefir prentsmiðju,
þá getur hann vakið grun seljanda, og má því bú-
ast við, að hann láti lögreglumenn vita af kaupun-
um. þess vegna leggja slíkir menn opt lykkju á
leið sína, og fá sitt hjá hverjum af því, er í vólina
þarf. Yanalega látast þeir vera að finna upp vél,
er þeir ætli að fá eiukaleyfi fyrir, og verði því að
þegja yfir, til hvers og hvernig þeir ætli að nota
þann hluta úr vélinni, er þeir biðja um, til þess að
enginn verði fyrri að bragði að ná einkaleyfinu.
Árið 1883 kom t. a. m. inaður til járnsmiðs eins í
Berlín, og sýndi honum uppdrátt af mjög kyn-
legri vél, og bað járnsmiðinn um hana. Járnsniið-
urinn spurði, til hvers vélin ætti að vei’a, og hinn
svaraði, að hann ætlaði að hafa haria til saffían-
skinns-gerðar. Hann taldi jafnframt fram stórfé,
og bað járnsmiðinn að hafa vélina tilbúna á 14
döguin. Járnsmiðnum þótti þetta undarlegt. Hann
hafði tekið eptir því á málfæri mannsins, að hann
var útlendingur ; hann hafði og komizt að því hjú
manninum, að hann átti ekki heima í Berlín, en
hafði þar að eins stundardvöl f veitingahúsi einu;
vélin líktist mjög prentvél, þótt hún skringileg væri.
Járnsmiðurinn afréð nú samt að smíða vélina, en