Iðunn - 01.01.1887, Page 258
252 Um bréfpeningafolsun.
unum. En ættu nú þessir menn að koma sjálfir
falspeningunum út á meðal manna, þá væri það
of mikil áhætta. |>ess vegna hafa þeir líka orð-
ið að koraa vinnuskifting á hjá sér, og eru þau
vinnuskifti mjög eftirtektaverð.
f>eir, sem falsa bréfpeninga, hafa sem sje einn
eða fleiri umboðsmenn, og selja þeir þeim vöru
sína í hundraða-kaupum fyrir ákveðið verð, vana-
lega 33J af hundi’aði nafnverðs þeirra. En þessir
kumpánar geta búið til seðla svo hundruðum skiftir
á dag, og þess vegna hafa þeir samt mikinn ágóða.
fæssir umboðsmenn hafa svo aftur aðra umboðs-
menn, sem eru trúnaðarmenn þeirra , og láta þá
fá falspeningana móti ðO af hundraði nafnverðs-
ins. fætta er almennt verðlag ; en það ber við, að
meira er gefið fyrir seðla, sem eru fyrirtaksvel fals-
aðir, og minna aftur á móti fyrir þá, er miður
eru úr garði gerðir. jþessir umboðsmenn eru því
miðlarar milli þeirra, er falsa peningana, og hina,
er nota þá, og það er nauðsynlegt að hafa þessa
miðlara, til að gera þá óhultari, er eiginlega falsa
peningana, því að þeir mennj sem kaupa falspen-
ingana af umboðsmönnunum, til þess að verja þeim
í sínar þarfir, og koma þeim út, vita alls ekk-
ert um þá, er búið hafa peningana til, af því að
þeir eiga að eins við umboðsmennina. f>ótt þeir
þess vegna komizt undir manna hendur fyrir að
útbýta föl8uðum peningum, þá geta þeir alls ekki
komið upp um þann, sem valdur er að svikunum,
hve fegnir sem þeir vildu. f>etta er lögreglumönn-
um einnig kunnugt, og þó að þeir hafi hendur í
hári einhvers, er útbýtir falspeningum, þá vita þeir,