Iðunn - 01.01.1887, Page 260
254
Um bréfpeningafölsun.
lega á lionum, jafnvel þó lögreglumenn þekki hann
að góðu einu. Fiunist þá fleiri falsseðlar á hon-
um, verður að sjálfsögðu að skoða liann sem sann-
an að sök. En það verður að leita vandlega á
þessum körlum ; og ekki má gleyma að svipast
eftir í stígvélum þeirra, í hattfóðri, í leynihvolfum
í vasabók eða í kambpung. Yerði kvenmenn fyrir
slíkri leit, verða áreiðanlegar konur, er til þekkja,
að leita á þeim, og stoðar ekki að kasta til þess
höndunum.
Sé maðurinn saklaus, er þessi rannsókn mjög
hvimleið fyrir hann, og það því fremur, sem hann
fær þar að auki ekkert endurgjald eða skaðabætur
fyrir falspeuingana. f>að hefir mikið verið um það
rætt og ritað, hvernig landsstjórn eigi að fara að
gagnvart þeim, sem saklausir lenda í slíkum mál-
um. A að bæta þeim skaðann ? f>á má búast við
því, að undirtyllum sjálfra falsgerðarmannanna
tækist að láta þá einmitt fá skaðabætur fyrir fals-
peningana, sem þeir þá þættust hafa fengið í kaup-
um og sölutn, og kæmu þeir kumpánar þannig ár
sinni enn betur fyrir borð en áður. A stjórniu að
neita að borga skaðabætur ? f>á mundu fátækling-
ar, þótt þeir annars væru einkar ráðvandir menn,
að líkindum freistast til að koma falsseðlum af sér
á aðra, án þess að koma fölsuninni upp, þó að
þeim væri kunnugt um hana, til þess að geta kom-
izt hjá tilfinnanlegu fjártjóni. þýzka stjórnin hefir
farið í þessu hyggilegan meðalveg eða bil beggja J
hún borgar eigendunum upptekna eða afhenta fals-
seðla þá fyrst, er náðzt hefir í alla þá, er falsað
hafa þá seðla.