Iðunn - 01.01.1887, Síða 266
260
H. Still:
þátt í því, að hann hafði ekki veitt því nákvæina
eptirtekt, hver það var, sem presturinn gaf hann
saman við. Kristján hafði að sönnu tekið eptir
því, að það var Trína, sem stóð við hliðina á honum,
enda hafði hann rifið í kjólinn á Rikku í dauðans
vandræðum, til þess, að reyna að kippa öllu í lið-
inn. En þegar þessi tilraun hans varð árangurs-
laus, þá hafði hann tekið með þolinmæði því, sem
að höndum bar, til þess að trufia ekki hina helgu
athöfn með hámælgi sinni. En að því er Rikku
snerti, þá var hún sem höggdofa af hræðslu, er
hún sá, að mannsefni sitt var gefið saman við
Trínu, og áttaði hún sig ekki fyr en hjónavígslan
var um garð gengin, og hafði öðlazt það gildi, sem
ekki hafði neitt að þýða að mótmæla þá í svipinn.
En þegar Trína var spurð, hvers vegna hún hefði
ekki sagt til f tæka tíð, þá svaraði hún með svo miklu
táraflóði, að það hefði enzt til þess að snúa mylnu-
hjóli 8 sinnum; en ekki var auðið að fá nokkurt
orð úr henni. Blessaður presturinn gekk um gótf
1 stofunni og reif í þau fáu hár, sem ellin hafði
skilið eptir á höfði hans.
»þetta er ljóta sagan«, mælti hann; »hvað skal
nú til bragðs taka?«
Allir þögðu —.
»Hvað skal til bragðs taka?«, mælti prestur enn
einu sinni. »Jeg get ekki skilið ykkur og gefið
ykkur svo aptur saman. Má ekki standa við það,
sem orðið er?«
»Nei, það má það ekki, herra prestur«,
Bugislaff, með meiri einurð en hann hafði áður
sýnt.