Iðunn - 01.01.1887, Blaðsíða 270
264
Ossib Shubin:
heyrast alveg við kærumáli Skynseminnar, og skor-
aði. hann því á hana, að skýra ýtarlega frá mis-
gjörðum Vonarinnar.
það var nú ekki auðgert að þagga niðrí Skyn-
seminni, úr því hún einu sinni hafði fengið orðið.
#Hún er viðbjóðsleg fleða«, kallaði húu hátt, »svika-
flagð og lygakind; hún sleikir sig inn á menniua,
og vefur sig um fætur þeirra, og svo yfirgefur hún
þá á eptir undir eins og eitthvert alvarlegt mis-
ferli ber að höndum. Hún heldur vöku fyrir Löng-
uninni með hégóma-mælgi siuni, og það sem verst
er, hún aptrar mönnum frá að hlýða á mig; allir
vísa mér á dyr«.
Guð faðir hugsaði með sér, að það væri í raun-
inni ekki svo undarlegt, þó mennirnir vildu ógjarn-
an hafa neitt við Skynsemiua að sælda, því af öll-
um sköpuðum skepnum mundi liann enga, sem ó-
viðfeldnari væri eða ógeðslegri. 1 staðinn fyrir tvö
augu niðrundan enninu, eins og alment gerist,
hafði hún sex augu kringsett um höfuðið, svo að
hún gat horft til allra hliða í senn, og af því að
hún lokaði auguuum aldrei, já, hvaö meira er,
deplaði þeim ekki einu sinni, þá var það næsta
þreytandi, að láta hana liorfa á sig. I staðinn
fyrir hjarta bar hún fyrir varúðar sakir klaka-
stykki í brjósti sér. það hefir víst verið af óeðh
þessu, að hún var svo blóðvana og bleik í yfir'
bragði, svo skorpin og skarpleit og nornaleg. f>e6'
ar mælskugjallandi hennar ætlaði aldrei að hætta,
þá kom þar loks, að Guð föður þraut þolinmæð-
ina. »Nú er mér nóg boðið«, kallaði hann upp,
og hélt jsér fyrir bæði eyru með stygglegum svip,