Iðunn - 01.01.1887, Page 274
268
Ossib Shubin:
gefið henní tvo volduga vængi. Ungleg var hún
yfirlitum og alt útlitið yndielega tillaðandi.
Hendur hennar voru fínar og mjúkar og eins og
skapaðar til að klappa, og andlitið hennar litla
var svo yndislegt og sakleysislegt, að ef hún brosti
við manni, þá gat manni ekki annað en hlýnað
um hjartaræturnar. Hver mundi líka geta orðið
vondur við hana, þó það hefði ekki alténd svo
mikið að þýða? Rödd hennar var skær og dill'
andi eins og lævirkjaus, þegar hann svífur hátt i
heiðríkju upphiminsins og flytur englum himinsins
kvæði; og með þessari rödd segir hún ekki nema
það eitt, sem vinalegt er og elskulegt. Hver ætla
mundi geta orðið vondur við hana, þó það stæði
ekki alt eins og stafur á bók? Víst er það, að
veslings stúlkan dauðvona varð það ekki.
Herbergið, sem stúlkan lá í, var mesta eymdar-
kytra. Litlu rúðurnar í gluggunum voru brotnar
og llmdar saman með pappír. Vetrarnepjan næddi
inn hingað og þangað. Síðasti tréstóls-garmurinn
hafði verið mölvaður í sundur og logaði nú í ofn-
inum. Rúmið var hart og ílt. Hin sjúka átti við
kvalir og dauða að stríða, en hlýddi samt á æfin-
týri þau, er Vonin sagði henni, og hafði fróun
því. Bn alt í einu stóð ísköld stroka inn í her-
bergið. Vonin tók að skjálfa. Hún fann á sér,
að Skynsemin mundi vera í nánd og varð dauð-
hrædd. Ef hún hefði átt að etja við Örvænting'
una eina, mundi hún hafa getað staðið sig, en
gagnvart Skynseminni var hún aflvana.
Hún ætlaði að fara, en veika stúlkan sárbænú1
hana: »Vertu hjá mér, vertu hjá mér«.