Iðunn - 01.01.1887, Page 278
272
Völskudóttirm.
glæsilegasta. Að endingu kom þeim saman um, að
ekki tjáði að gipta hana neinum óæðri en voldugustu
veru heimsins.
þetta barst einhvern tíma í tal við einn af ná-
grönnum þeirra, og varð honum að orði : »þið verðið
þá að láta hana giptast sólinni, því enginn er eins
voldugur og sólin».
þeim þótti þetta viturlega talað, fóru til sólar-
innar, og buðu henni dóttur sína til eiginorðs.
Sólin þakkaði fyrir og mælti: »Vel er boðið, og
virði eg mér til sóma; en má eg spyrja, því þurft-
uð þið endilega að fara til mín ?» Völskurnar svör-
uðu: »Við vildum fyrir hvern mun gipta hana
dóttur okkar þeirri veru, sem voldugust er í heirni>
en það ert þú, og leika ekki á því nein tvímæli’>-
— þá mælti sólin : »Eeyndar er það ekki tilhæfn-
laust með öllu, en samt er nokkuð það til, sein
voldugra er en eg. jþegar eg vil skína á jörðina,
þá kemur stundum ský og stendur fyrir mér, svo
eg get hvorki þrengt í gegnum það með geislum
mínum eða hrakið það burt; móti skýinu megna
eg als ekki neitt. þ>ið verðið því að fara til skýsins,
og fá það fyrir tengdason».
Völskunum þótti þetta viturlega mælt, og fórU
þegar til skýsins.
En skýið sagði: »Ef þið haldið, að eg sé vold'
ugast, þá er það misskilningur. Að vísu get ef5
skyggt svo fyrir sólina, að hún sjáist ekki, en
kemur vindurinn og sundrar mér; móti honum
megna eg als ekkert. Farið þið til vindsins».
Eptir það fóru völskurnar til vindsins og hárn
upp erindi sitt. Vindurinn svaraði: »|>að er mis'