Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1937, Blaðsíða 16

Kirkjuritið - 01.05.1937, Blaðsíða 16
174 í Skálholti 1238. Kirkjuritið Dunaði raustin sem dröfn við sker dimmþrungnum knýist af móði: „Glott eigi samir né gabb þitt hér! Griðníðingurinn, bvað viltu mér? Vildirðu heyra i liljóði, liver verður illræða gróði? Kúgar þú bragna og beygir flest, báli yfir landið þú hleypir. Ofstopinn bvervetna illa sezt; anar þú fram sem þér gegnir verst. Grefur það djúp, sem þig gleypir, gervallri ætt þinni steypir. Treystir þú fallvallri fylkis náð. Flækti liann liug þinn i meinum. Illa þér gefast mun ilsku ráð, áþján að binda þitl feðraláð. Landið skal lögunum einum Iúta, en ei konungi neinum. Vittu það, Sturla, að verkkaup þitl verður ei tign eða sómi. Horfi eg á blóðstorkið höfuð þitt. Heyri ég duna við eyra mitt: Svikari, að sögunnar dómi. Svikari, að almanna rómi!“ Ilorfið var glottið af garpsins brá; gabb eig'i mælti bann fleira. Grafkyr liann einblíndi gólfið á. Gat bann þar jarlsnafn og tign að sjá? Leit hann þar leiftrandi geira löðrandi í Sturlunga dreyra?

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.