Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1937, Blaðsíða 34

Kirkjuritið - 01.05.1937, Blaðsíða 34
192 Islenzkar bækur. Kirkjuritið. Og það merkilega er, að það er einmitt hin gamla og síunga, gullvæga og litilsvirta bræðralagshugsjón Jesú Krists, sem ýmsir af merkustu mönnum heimsins og þessi ungi prestur benda á sem einu hugsanlegu leiðina, til farsældar og friðar vansælli kynslóð. Það er hin rétta og sanna jafnaðarmenska, sprottin upp af bróðurkærleika og réttu mati einstaklingsréttindanna, í því Guðs ríki á jörðu, sem upp myndi renna, væri hinni einföldu kenningu Jesú Krists fylgt út í æsar. í því allsherjarríki myndi blómgast farsæld og friður í trausti og trú á föðurlega umhyggju almáttugs og kærleiksríks Guðs og föður, og bróðurást til allra manna. Það er fróðlegt að lesa um mismuninn á bræðralags-ríki Jesú Krists og allsherjarríki kommúnista (sbr. Stanley Jones: „Krist- ur og kommúnisminn“). Séra Björn skírskotar til ýmsra heims- kunnra manna, lil stuðnings máli sínu (I. d. Rooseveit forseta, Lloyd George, Sir James Jeans, Bernhard Shaw, Kagawa, Gandhi o. fl.). Stórmerkileg eru ummæli hins brezka spekings Berlrand Russels. Hann segir meðal annars: „Ef hagnýtt væri þekking mannanna og beitt reyndum aðferðum, gætum vér á einum mannsaldri framleitt mannkyn næstum taust við sjúkdóma, illvilja og heimsku. Á einum mannsaldri gætum vér innleitt þúsundára-ríkið, ef vér vildum. En ekkert af þessu er unt, án kœrleika! Þekkingin er fyrir hendi, en kœrleiksskorlur veldur þvi, aO ekki er unt að beita henni“.*) Þess vegna hta beztu menn heimsins til kirkjunnar í trausti og von um, að með aðstoð hennar og forgöngu megi liin fogru orð sálmaskálds vors rætast sem fyrst: Guðs riki drotni, dauðans vald þrotni, komi kærleikans tiðir. Rætast þessai' fögru vonir, eða halda þjóðirnar áfram sína blindingabraut hraðfari, í áttina til tortímingar? Bregðist kristin kirkja þessu trausti allra góðra manna, þá verður dimt fyrir dyrum úti. Helgi Valtýsson. Sigfús Einarsson: Messusöngvar I. Útgefandi: Prestafélag ís- lands. Helgisiðaformi íslenzku kirkjunnar var allmikið breytt með nýju helgisiðabókinni 1934. Meðal annara breytinga var sú ein, að aukinn var víxlsöngur í hverri messu milli prests og *) Leturbreytingar mínar. H. V.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.