Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1937, Blaðsíða 15

Kirkjuritið - 01.05.1937, Blaðsíða 15
Kirkjúritið. í Skálholti 1238. 173 Leit hann í anda yfir liðna tíð: Ljómaði sólin á tindum, dafnaði frelsið hjá djörfum lýð, drengskapur, hreysti og menning fríð, fljótandi af frelsisins lindum frægðin í alls konar myndum. Öld er nú snúin á annan liátt: Ofstopinn drengskapinn slökkur. Ófriður geisar um l)ygðir, brátt Jjoðar nú þrútinn við sólargátt frægðar og frelsisins rökkur ferlegur vélráða mökkur. Sprettur upp hurðin og hvatar inn halur i skínandi klæðum. Hávaxin, þrekleg var hetjan svinn, hlógu við rósir á friðri kinn, log'aði orkan i æðum, ofsinn úr hvarmanna glæðum. Glottandi Sturla á g'ólfi stóð, garpurinn riddaralegi: „Kær er þér, frændi, mjög kirkjan góð! Kvennaskap hefirðu, segir þjóð. Ófrið neinn býð ég þér eigi, Einar, nú hevr, hvað ég segi!“ Gengur fram Einar á gólfið þá, glampaði sólin í ranni, stafaði gulllegum geislum á göfuga ásýnd, en Sturlu brá Kerúb sem kominn þar banni kirkjuna sakbitnum manni.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.