Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1937, Blaðsíða 25

Kirkjuritið - 01.05.1937, Blaðsíða 25
KirkjuritiS. Kirkj ubyggingar. 183 hamrafjöllum á þrjá vegu (fjöllin þó lægst til Dýrafjarð- ar), en haf, oftast úfið, hinn fjórða. Hér er bygð, 60— 70 manna söfnuður, og kirkja lians á Sæbóli. Þar var forn kirkja og' fyrirgengileg, er söfnuðurinn tók við henni nokkurum árum eftir aldamótin. Bráðuin vakn- aði áhugi á að undirbúa nýja kirkjubyggingu. Tók þá söfnuður að legg'ja á sig' gjafir og gjöld, auk lögákveð- inna, lil þess að auka kirkjusjóð, sem eigi var nema fá hundruð króna. En þá féllu á heimsstríðsafleiðingarnar, °g dofnaði allur framkvæmdaáhugi þá um sinn. Leið svo til ársins 1925, að veður á þorranum lók kirkjuna gömlu °g har sumt af henni á haf út. Alt sem hún átli innan Ve8Mja ónýttist, nema 2 smáklukkur og kaleikur og' patina, sem fanst óskemt undir kirkjugarðinum. Nú vaknaði áhugi á ný að koma upp nýrri kirkju. Söfnuð- urinn bætti drjúgum við skyldugjöld sín til kirkjunnar. Einn gaf fjallalamb, svo koni annar og bauðst til að fóðra lambið. Unglingar komu með samkomuágóða, aðrir með áheitafé o. s. frv. Þessu fór fram til ársins 1928. En nieð þvi að sýnilegt var, að þrátt fyrir þessi framlög yrðu að líða mörg ár, áður en söfnuðurinn gæti af eigin vammleik reist kirkjuna, einkum er bæði vinna og efni var nu orðið margfalt dýrara en áður, var nú gripið til þeirra urræða, að leita hjálpar utansóknar, bæði i nálægum sveitum og' kauptúnum, og lijá kunnugum i Reykjavík. Ahugi safnaðarins og fórnfýsi voru orðin liljóðbær, og oiunu liafa styrkt samúð manna svo, að samskotaleitinni var tekið frábærlega vel. Næsta ár (1929) átti kirkjan í sjóði og loforðum nálega 10000 krónur. Hér er eigi 'um til að telja upp gefendur og gjafa-upphæðir, þótt belta geymist í bókum kirkjunnar; aðeins tveggja hinna stærslu skal getið: Skipstjóri Jón Oddsson í Grímsby á Englandi, fæddur á Sæbóli, gaf 100 £ (yfir 2000 kr.). hjölskyldan á Hrauni á Ingjaldssandi gaf, auk annara safnaðarframlaga, vandað harmonium (um 700 kr.). Og nú var bygging hafin sumarið 1929. Teikningu

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.