Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1937, Blaðsíða 42

Kirkjuritið - 01.05.1937, Blaðsíða 42
200 Erlendar fréttir. Kirk.juritiS. isfræðum í Heidelberg 1897, l'lulti þaðan tii Berlínar og var þar prófessor unz hann lét af embætti 1935. Sem vísindamaður hefir A. Deissmann haft geysimikla þýð- ingu með rannsóknum sínum á máli Nýja testamentisins. Bók hans Licht vom Osten leysti til fullnustu gátu Nýja testamentis- grískunnar með því að sýna fram á samhengi hennar við mælt og ritað mál samtíðarinnar. Rit Nýja testamentisins eru ekki rituð á neinu bráðabirgðamáli, sköpuðu af guðspjallamönn- unum og' postulunum, heldur á grísku, og henni meira að segja góðri. Það voru einkum rannsóknir Deissmanns á papyrusrit- unum og ritslitrunum, sem færðu heim sanninn um þetta. En Deissmann var ekki eingöngu visindamaður. Hann var einn af forystumönnunum í starfinu að einingu kirkjudeild- anna um heiminn. Gerist nú jmnnskipað í brjósti þeirrar fylkingar. í fyrra lézt Valdemar Ammundsen, fyrir fám vik- um Glubokovskij, fyrirliði grísk-kaþólsku kirkjunnar á þessu sviði, og nú Adolf Deissmann. Deissmann var náinn samverka- maður Nathans Söderbloms. Hans hugsjón var Una sancta ein heilög (kirkja)— síðasta ritið frá lians hendi ber einmitt þetta nafn. Á stríðsárunum hélt hann ótrauður uppi merki ein- ingarinnar og bræðralagsins í landi sinu. Hann var mikill vís- indamaður — sjöfaldur heiðursdoktor •— og var haft að orð- taki, að það, sem Deissmann ekki vissi, væri ekki þess virði að vita það. Og hann var mikiil kirkjumaður. Sjálfur notaði hann um annan mann (Söderblom) orð Schleiermachers um „kirkju- höfðingjann“, sem sameinar trúarlegan eldmóð og vísindalega skólaðar gáfur, orð, sem má heimfæra upp á Deissmann sjálf- an. Hann var kristinn fyrst og fremst. 1918, e. t. v. erfiðasta tímann í lífi sínu, dvaldist hann um skeið sem gestur Söder- bloms í Uppsölum, og er haft eftir Söderblom, að hann hafi eftir það aldrei getað komið inn í herbergið, þar sem Deissmann bjó, án þess að finna til þess, að það var helgað af stríðandi og biðjandi anda hans. Sigurbjörn Einarsson. Kirkjuritið kemur út 10 sinnum á ári — alla mánuði ársins nema ágúst og septembermánuð — um 26 arkir alls og kostar kr. 5.00 árgangurinn. Gjalddagi 1. april — og 1. okt., ef menn kjósa held- ur að borga i tvennu lagi. Afgreiðslu og innheimtu annast séra Helgi Hjálmarsson, Hringbraut 144, sími 4776, Reykjavík.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.