Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1940, Blaðsíða 11

Kirkjuritið - 01.05.1940, Blaðsíða 11
I Kirkjuritið. U Páll gamli á Holtastöðum. 169 til hægri og vinstri horfði lítt og hræddist ekkert leynt. Hann aldrei skyldu skaut á frest og skapið var svo hreint. Ég vissi engan elska rétt í öllu jafnt og hann, og aldrei síður annar neinn af ást til launa vann, en löngun til að létta þraut sem logi í hjarta brann. Hans fjölmörg góðverk falla senn í fyrnsku og gleymsku haf, ég læt mér nægja að nefna eitt, að níu ár hann gaf til bús meðekkju og börnum,svo þau bjargast gætu af. III. Sem ferjukarl og fjósamann hann fyrst ég kyntist við, en hann tók fanginn huga minn, því hann bar annað snið en flestir þeir, sem alast upp í okkar nýja sið. Hin forna elja enn var söm og enn var dygðin lík, og göfugmenskan glitraði enn í gegnum bætta flík, og enn var örmild höndin hans og hugsun kærleiksrík. Og hugur enn til hæða flaug og hæst á næturstund, hans gleði var við geimsins rök að glíma á marga lund, og alt til hinzta andartaks hann aldrei gróf sitt pund. IV. Ég man hann bezt í kirkjukór, hans kærsta iðja var, að hringja klukku á helgum stað

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.