Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1940, Blaðsíða 13

Kirkjuritið - 01.05.1940, Blaðsíða 13
Kirkjuritið. Páll Jónsson vegaverkstjóri. 171 vináttu. Svo mikið ástfóstur tók Páll við „Njólu“ Björns Gunnlaugs- sonar, að hann gaf hana úl í þriðja sinn af litlum efnum, ásamt öðrum manni. Gaf Páll sinn hluta og dreifði um land alt, þjóðinni til nytsemdar. Páll skildi manna fyrstur vegaþörf landsins, og sigldi þrisvar til Noregs til að kynna sér vegagerð. Var árum saman i þjónustu landsins sem verkstjóri, og má með nokkurum rétti kallast fyrsti vegamálastjórinn. Eftir að Páll lét af vegaverkstjórn barst hann austur í Bisk- upstungur, og lókst þá vinátta með honum og séra Magnúsi Helga- syni, er aldrei bar skugga á. Fyrir tilmæli séra Magnúsar tók Páll að sér að veita forstöðu búinu á Iðu, er bóndinn druknaði árið 1903 frá konu og fjórum ungum börnum. Því heimili vann Pált kauplaust í niu ár, og styrkti ekkjuna síðan lengi fjár- hagslega. Á efri árum var Páll próventumaður á Holtastöðum í Langadal. Páll var lengi meðhjálpari i Holtastaðakirkju, og eftir lát hans, 8. ágúst 1939, gaf söfnuðurinn silfurskjöld til minningar um hann. Hangir skjöldurinn i Holtastaðakirkju. Páll Jónsson var sæmdur riddarakrossi Fálkaorðunnar. Páll gaf svo að segja alt um æfina, er hann gat við sig losað. Stærstu opinberar gjafir hans eru tveir sjóðir, aðallega til sam- göngubóta i Árnessýslu, og eru þeir nú komnir yfir 20 þús. kr. Hitt er ómælt og óvegið, er hann gaf börnum og smælingjum. Hann fékst allmikið við ritstörf, einkum stærðfræðilcgs og trú- arlegs efnis, en alt er það óprentað. Hann var ókvæntur alla æfi. Hann var allra manna samvizkusamaslur, allra manna trúastur, allra manna lireinlífastur, trúmaður mikill og frábær að fórnfýsi bæði i garð þjóðarinnar og meðbræðra sinna. (Grein um Pál er i Óðni 32. árg. 1930).

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.