Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1940, Blaðsíða 21

Kirkjuritið - 01.05.1940, Blaðsíða 21
Kirkjuritið. Niels Dael og Lísulundur. 179 Havrebjergkirkju, þar sem Niels Dael þjónaði sjálfur fyrir altari. Voru allir mótsgestir mættir þar. IX. Ekki er vert að ganga fram hjá því, þegar rætt er um prestinn og' skólastjórann Niels Dael, að hann er gildur bóndi og liefir mikinn áhuga fyrir búskap. Eius og getið er um í byrjun þessara þátta, er bann bóndasonur og fékst við landbúnaðarstörf, þegar liann var ungur maður. Gætti hann fjár i æsku og minnist þess með gleði. Þess vegna er það, að hann hefir nokkurar kindur á Lísulimdi og eru þær fengnar frá Vendilskaga. Annars hefir hann allmargt svína og nauta og hefir sjálfur talsvert eftirlit með hirð- ingu þeirra. Ilefir hann gaman af því að sýna gestunum húsdýrin, sem eru ágætlega liirt, eins og títt er í Dan- mörku. Ytra litlit Niels Dael minnir allmikið á góðan, traustan höld. Óðali sínu hefir liann gert mikið til góðs. Hefir liann kornrækt allmikla, og trjágarður hans er stór og vel um genginn, og gefur af sér mikla uppskeru, sem kemur hinu stóra skólaheimili að góðum notum. X. Hver sem kynnist Niels Dael, livorl lieldur er sem skóla- stjóra, presti eða l)ónda, kemst brátt að raun um, hver afbragðsmaður bann er að góðvild og hjartagæzku. Enda hefir hann frábæra hæfileika lil að vinna fólk og draga það að sér. Hann á fjölda vina víðsvegar um lönd, en kunnugir telja, að hann hafi aldrei átt óvin. — Það er fólgin einhver merkileg hressing í nærveru lians. Um það ber öllum sam- an, er verið liafa með honum. Það stafar frá honum sól °§ ylur, sem öllum þvkir gott að vermast við. Hann er ríkur af góðlátlegri fyndni, er særir aldrei. Til- i inningalífið er lieitt og viljinn sterkur. Niels Dael er mild- ur og einbeittur í senn. Stjórnsemi var honum veitt í vöggu- gjöf. Það er eins og alt stjórnist af sjálfu sér, þar sem hann er nálægur. Hann er elskaður og virtur af söfnuðum sínum, enda

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.