Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1940, Blaðsíða 28

Kirkjuritið - 01.05.1940, Blaðsíða 28
186 Jón Helgason: Maí. í Ijós, er liann kom í skóla, að þar var piltur gæddur ágætum námsgáfum. Af einni námsgrein var hann þegar frá byrjun sérstaklega hugfanginn. Það var veraldarsag- an. Hafði hann auðsjáanlega iðkað liana með miklum á- huga þegar í héimalmsum, og það ekki aðeins sögu löngu liðinna tíma, heldur einnig, nálægra. Var mælt í kunn- ingja hóp, að fáir mundu þeir vera á Islandi í þá daga, sem læsu nýútkominn „Skírni“ ár hvert jafn vandlega og Jón Finnsson. Það mun þá og liafa verið ásetningur hans, er hann nýútskrifaður fór utan sumarið 1884 að snúa sér að sögunámi við háskólann. En efnahags-ástæður munu iiafa átt mestan þáli í því, að liann livarf frá háskóla- námi að afloknu heimspekisprófi og Iiélt aftur lieim lil Islands sumarið 1885. Var hann svo næstu tvo vetur í foreldraliúsum, unz hann haustið 1887 fékk inntöku á prestaskólann, en þaðan útskrifaðist hann sumarið 1889 með fyrstu einkunn. Á þessum árum misti hann með eins árs millihili foreldra sína. Fór hann því sem kandídat lil Borðeyrar og gerðisl þar barnakennari. En á næsta ári var hann settur prestur i Hofsprestakalli i Álftafirði og vígður þangað 28. sept. 1890, en veitingu fyrir prestakall- inu fékk hann vorið eftir. Hélt hann því embætti alla sína prestskapartíð, og er mér geði næst að ætla (þótt ekki hafi ég futta vissu fvrir þvi), að hann hafi aldrei sótt burt það- an þessi 41 ár, sem liann var þar prestur. Vérkahringur- inn var fullstór í upphafi, (fyrruin höfðu þar verið 8 sjálf- stæð prestaköll: Háls í Ilamarsfirði, Hof og Þvottá, er síðan höfðu verið sameinuð í eitl prestakall með tveim- ur sóknum), en 1906 var hætt við Berufjarðarpresta- kalli með tveimur sóknarkirkjum. Gat þá ekki leng- ur komið til mála, að prestur sæti áfram á Hofi, og var því ákveðið, að hann sæti eftirleiðis á Djúpavog, en þang- að hafði Hálskirkja verið flutt. Þessum 4 sóknum: Hofs, Djúpavogs, Berufjarðar og Beruness sóknum þjónaði séra Jón í 25 ár með hinni mestu skyldurækni og hafði meira að segja lengsl af á hendi fjárhald þriggja kirknanna:

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.