Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1940, Blaðsíða 36

Kirkjuritið - 01.05.1940, Blaðsíða 36
194 Sigurbjörn Einarsson: Maí. er um rætl — er greni- og furuskógarir, rofnir að- eins af stöðuvötnum og ám, auk þess sem mannshöndin liefir gengið á ríki þeirra, til þess aS gera til akra og skapa bygð sinni rúm. Það er ekki fyrri en í fjallahéruðunum, sem svipurinn sveigist til íslenzkrar ættar, þar er loks ekki líft öðrum gróðri fyrir hæðar sakir yfir sjávarmál en kræklóttu birki, og að lokum verður einnig jjað að láta undan síga, en við tekur jarðskriðull fjalldrapi, lyng og mosi. En í meginhluta landsins er skógur og aftur skógur, liann þekur livern ás og hvern hnúk, skvggir alstaðar á, lokar alstaðar fyrir. Þar sem eru víðlendar sléttur eða stór vötn, blámar fyrir hinu megin, stundum ekki ólíkt og blámi fyrir lágum ás. Það er skógurinn aftur, eilifur, endalaus. Þessi stórvaxni, ósigrandi skógargróður gerir saman- burðinn á þessum tveim löndum erfiðan. Og eins mun vera um flest lönd i álfunni. ísland er og verður sérstætt að útliti. Það á ekki sömu fegurð og önnur lönd, þá feg- urð, sem einkennist af stórfenglegum og fjölskrúðugum gróðri. En á þá ísland yfirleitt neina fegurð til? Á orðið fegurð yfirleitt við, þegar rætt er um íslenzka náttúru? Margir útlendingar mundu svara þessum spurningum neitandi. Útlendur vinur minn liefir oft sagt: Island er ekki fagurt, alls ekki fagurt. Og þetta er maður, sem hefir dvalið hér- lendis oftar en einu sinni. Það, sem útlendingum mun fyrst og fremst finnast, er þeir koma til íslands, er að þeir séu komnir á eyðimörk, í dauða náttúru, líflaust land. Þar sem vér sjáum bygðirn- ar með allri sinni búsæld og blundandi auðlegð, sjá þeir ekki annað en fátæklega fláka með örbirgðar-gróðri, hin- ir grænu töðugrónu blettir umhverfis bæina eru í þeirra augum eins og trítilsmáir óasar i auðninni, þar sem lífs- vonin tyllir niður tánni, bverful og hikandi, reiðubúin til þess að láta auðninni blettinn eftir, ef máttur dauðans skyldi seilast til frekari valda.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.