Jólakveðja til íslenzkra barna frá dönskum sunnudagaskólabörnum - 24.12.1913, Blaðsíða 14

Jólakveðja til íslenzkra barna frá dönskum sunnudagaskólabörnum - 24.12.1913, Blaðsíða 14
12 .................... Orð — eða gjörbir. Hún Ástriður litla stóð á götunni, fyrir utan bakarabúð og grél hástöfum. IJá koin hún Helga litla bekkjarsystir hennar, hlaup- andi niður götuna ineð skautana sína í hendinni; hún staðnæmðist og spurði hvað gengi að Ástríði. „Eg hefi týnt 50 aurum, sem 3g átti að kaupa brauð fyrir,“ svaraði Ástríður. „Ó, hvað það var leiðinlegt, “ sagði Helga, „en þú lilýtur að finna þá ef þú leitar vel.“ Að svo mæltu gekk Helga leiðar sinnar og hugsaði ekki út í það, að hún hefði getað hjálpað til ])ess að leita að peninginum. Ástríður leitaði og leilaði en árangurs- laust. Þá bar þar að aðra bekkjarsystir hennai', sem hét Þóra. „Hvernig stendur á því, að ])ú ert að gráta?“ spurði Póra, „hefir þú týnt einhverju?11 „Já, eg hefi týnt 50 aurum og get ekki fundið ])á,“ svaraði Ástriður. IJóra þurfti að flýta sér, en hún gleymdi því óðara og fór að hjálpa Ástriði til þess að leita að peningnum og hætti ekki fyr enn hún hafði fundið hann. „Mikið ertu góð við mig Þóra mín,“ sagði Ástríður, „eg skal ekki gleyma þér þessu.“ „Góða vertu ekki að þakka þatta,“ sagði Þóra, „mér var regluleg ánægja í því að geta hjálpað ])ér.“ En hún átti einmitt miklar þakkir skilið, ])ví hún gerði það sem bún gat; en Helga gerði ekkert til þess að bjálpa — bún var einungis vingjarnleg í orðum. I'að var ekki lítill munur á upplagi þessara tveggja stúlkna. L>að var einu sinni fátæk kona, sem bjó í dálitlum kofa upp i sveit. Hún var mjög áhyggjufull og hrygg, því jólin voru í nánd og hún var nærri því orðin matar- laus. Hún sá ekki annað fyrir, on að hún myndi verða að líðu sult og seyru uin jólin ef hún gengi ekki manna á milli til þess að biðja um hjálp. Daginn sem hún ætlaði að leggja upp í þessa betliferð, gekk hún niður að læknum, sem rann fram lijá kof- anuni hennar, til þess að sækja vatn. Hún var í mjög þungu skapi. því lienni fanst Guð hafa gleymt henni; hún hafði beðið hann svo heitt og innilega um hjálp, en hann hafði engu svarað. Þegar hún kom að læknum, sá liún dá- lítinn snjótitling sitja á vakarbarminum. Hún var fyrst alveg hissa á þvi, að hann skildi ekki fljúga upp, því hann var lifandi. Þegar hún kom nær sá bún að annar væng- urinn var frosinn við ísinn. Hún þýddi vænginn upp með höndunum, tók síðan fuglinn upp í lófa sinn og vermdi hann undir vanga sínum, að því búnu slepti hún honuin, og fuglinn flaug leiðar sinnar með glöðu kvaki. Þá duttu konunni alt í einu í hug þessi orð Biblíunnar: „Lítið til fugl- anna í loftinu, hvorki sá þeir né uppskera, og ekki heldur safna þeir kornhlöður, þó fæðir yðar himneski faðir þá; ernð þér ekki miklu ágætari en þeir? Spyrjið því ekki hugsjúkir: hvað fáum vér til matar? hvað fáum vér að drekka? og bvað fáum vér til fata? því slíka áhyggju hafa heiðnir menn; en yðar liimneski faðir veit að þér ])urfið alls þessa við.“ Konan gekk glöð heim til sín. Guð hafði sýnl henni svo berlega, að hann hafði ekki gleymt snjó- titlingnum, hún var þessvegna alveg sann- færð um, að hann hel'ði ekki gleymt henni. Hún hætti við að fara í beiningaferðina. Næsta dag fékk bréf frá rikri konu þar i sveitinni, með 25 krónum í; þessi ríka kona sagði í bréfinu, að sér befði alt í einu dottið í hug að hún myndi hafa lítið um jólin, og bað hana að þiggja þetta lítilræði af sér. Drottinn frelsar þá sem vænta hjálp- ar frá honum. „Hann vantar hvergi vegi, hann vantar aldrei mátt.“ /

x

Jólakveðja til íslenzkra barna frá dönskum sunnudagaskólabörnum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólakveðja til íslenzkra barna frá dönskum sunnudagaskólabörnum
https://timarit.is/publication/446

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.