Jólakveðja til íslenzkra barna frá dönskum sunnudagaskólabörnum - 24.12.1930, Blaðsíða 8

Jólakveðja til íslenzkra barna frá dönskum sunnudagaskólabörnum - 24.12.1930, Blaðsíða 8
— 6 Góðlega andlitið á Gerðu ljómaði af gleði, og himinlifandi af fögnuði spurði hún: »En þorir þú nú að vera heima alein?« »Já, það veit hamingjan,« svar- aði Anna hiklaust. »Ég skal áreiðan- lega gæta vel að öllu. þið farið með hestana, og ég kemst einhvern veginn út úr því með kýrnar. Og ég skal vera húin að ganga frá öllu og hafa alt til- húið, þegar þið komið aftur. Það verður gaman!« Foreldrarnir gáfu strax samþykki sitt til þess að Anna yrði heima. Og síðan liélt hópurinn af stað i kirkjuna. Nú var Anna orðin ein. Hún- setti meira brenni á eldinn i arninum, svo að albjart varð í stofunni. Síðan fór hún að taka til og gekk frá öllu á sinn stað, því að auðvitað var alt á ringul- reið frá því kvöldið áður. Þegar hún var búin að því, tók hún sálmabókina og Nýja-Testamentið og fór að lesa jóla- guðspjallið. Alt í einu heyrðist eitthvert þrusk fyrir utan stafngluggann. Anna leit upp. Hvað var þetta? Var það ekki svartur skuggi, sem skauzt frá glugganum aftur? Hægt og gætilega slóð liún upp og fór út að glugganum, lagði andlitið út að rúðunni og horfði lit í myrkrið. Nei, þar var engan að sjá. — Hún setlist aftur og liélt áfram að lesa. En hún var orðin undarlega óró- leg. Hún gat ekki stilt sig um að líta upp við og við. Það gat þó vel verið, að það væri einhver. Henni fanst það einhvern veginn á sér, að það hlyti að vera einhver lifandi vera fyrir utan. Hún fór að verða hrædd, enda fjekk hún grun sinn brátt staðfestan. Þegar hún leit upp i þriðja eða fjórða sinn, sá hún ljólt og skuggalegt andlit á glugganum, sem hvarf skyndilega aftur. Hún varð svo óttaslegin, að hún heyrði bjartað slá í brjósti sér. Hún hafði heyrt frá því sagt, aþ þjóf- ar brytust oft inn í hús, þegar þeir vissu, að heimilisfólkið væri í kirkju. Ef þessi maður hel'ðí i hyggju að brjót- ast þarna inn og stela og gera óskunda, þá gat kraftalítil, varnarlaus stúlka auðvitað ekki hindrað hann í því. Ef hann ætlaði sér það, þá gat hann ineira að segja drepið hana, svona einmana eins og hún var. Nú kom andlitið aftur á gluggann, en hvarf svo aftur jafn skyndilega og áður. Anna flýtti sér út í horn og hnipraði sig þar saman, svo að hún sást næstum ekki. Ilún fór að gráta. »ó, góði Guð,« sagði hún með ekka og spenti greipar, »hvað á ég nú að gjöra?« Það hefði verið auðvelt i'yrir hana að fleygja yfir sig sjali og læðast út um eldhúsdyrnar og hlaupa til þorpsins, scm var skamt þar l'rá. En það kom henni ekki eitt augnablik til hugar. Henni hafði verið trúað fyrir heimilinu, og það var því skylda hennar að vera kyr og gera það, sem hún gæti, til að vernda það. Við þessa stuttu bæn, sem hún bað, hafði lnin þó róast svo mikið, að hún fór að geta hugsað sig um. Hvað gat hún gjört? Ekkert! Alls ekkert! — Þá datt henni alt í einu í hug ritnin- garstaður, þar sem það stendur, að Guðs orð sé cins og »tvíeggjað sverð, sem smjúgi inn í instu fylgsni sálar og anda, liðamóta og mergjar«. Hún skyldi að vísu ekki vel, hvað það þýddi, cn svo mikið skyldi hún þó, að í Guðs orði hlyti að vera kraftur, sem bæði gæti huggað og gert menn óttaslegna. Hún tók stóru Biblíuna niður af liillu og fletti upp 23. sáhni Davíðs, sem hún þekti svo vel. Hún settist við borðið og fór að lesa sálminn upphátt. »Drott- inn er minn hirður, mig mun ekkert bresta.« — En hvað rödd hennar var óstyrk. Hún styktist þó smám saman og las með hárri og skýrri röddu þessi yndislegu orð: »JafnveI þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert ilt, því að þú ert hjá mér.« »Já þú ert hjá mér, góði hirðir,« end- urlók Anna örugg á svipinn, enda þótt augu hennar væru vot af tárum. Hún las sálminn tvisvar sinnum, altaf hærra og hærra, svo að það hlaut að heyrast út um gluggann. Þegar hún þagnaði leit hvin upp. Þarna stóð ókunni maðurinn rétt fyrir utan gluggann og liorfði á hana, en í þetta sinn Iæddist hann ekJki burt. ó, hvað hann var hræðilegur útlits! Það fór hrollur um Önnu, þegar hún sá hann, en þó var hún ekki eins óttaslegin núna og hún hafði verið. Hefði maður-

x

Jólakveðja til íslenzkra barna frá dönskum sunnudagaskólabörnum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólakveðja til íslenzkra barna frá dönskum sunnudagaskólabörnum
https://timarit.is/publication/446

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.