Jólakveðja til íslenzkra barna frá dönskum sunnudagaskólabörnum - 24.12.1930, Blaðsíða 10

Jólakveðja til íslenzkra barna frá dönskum sunnudagaskólabörnum - 24.12.1930, Blaðsíða 10
»Þakka þér fyrir,« sagði hann lágt, »ef lil vill getur þinn Frelsari líka ein- hvern tíma orðið minn. Ég hefi ekkert um hann hugsað í mörg ár. — Guð blessi þig.« Hann tók húfu sína og hvarf út í náttmyrkrið. Anna var aftur orðin ein. Hún sat á sama slað við borðið, þar sem hún hafði setið áður en alt þetla gerðist. — En var þetta nú veruleiki? Alt var eins og það hafði verið, þegar foreldrar hen- nar og hitt fólkið var farið, og hún var orðin ein. Nýja-Testamentið, sem hún hafði lesið í, var ennþá þarna á borðinu hjá henni. — Hafði þetta alt verið draumur, eða var það veruleiki? Hún leit i kringum sig. — Jú, þarna var diskurinn ennþá, sem ókunni mað- urinn hafði borðað af. Þá var það líka rétt, maðurinn hafði verið þarna i raun og veru. Nú varð henni það fyrst ljóst, hve ógurleg skelfingin hafði verið, sem greip hana, þegar hún sá þetta skuggalega andlit á glugganum. Og nú fyrst fann hún, hvað hún hafði titrað frá hvirfli til ilja, þegar hún gekk út í dyrnar, til þess að kalla á manninn. En hún skyldi ekki hvernig á því stóð, að nú þegar alt var liðið hjá, fór hún að hágráta alt í einu, og grét svo mikið, að hún ætlaði aldrei að geta liætt. En tárin hjálpuðu henni og gerðu hana ró- legri. — Smám saman breyttist hrygðin og óttinn í í'rið og þakklæti til Guðs fyrir það, að hann hafði allan tímann verið henni nálægur. Því að það hlaut að vera hann, sem hafði blásið henni því í brjóst að lesa einmitt þetta um góða hirðirinn. Hún hafði séð og fundið hvernig einmitt þessi orð höfðu gripið þennan vesalings mann og höfðu vakið góðar tilfinningar i brjósti hans. Hún spenti greipar og hað: »ó, góði Guð, vertu með honum og gerðu hann að góðum manni. Ég þakka þér i'yrir, að þú varst mér nálægur og hjálpaðir mér.« Nú var hún glöð og ánægð, — en lnin fann líka hve ákaflega, þreytt og þrek- laus hún var orðin. Hún Ieit á stóru klukkuna á veggnum. Klukkan var sex. Það var langt þangað til það færi að birta, og það var ennþá lengra þangað lil fólkið kæmi heiin úr kirkjunni. Hún háttaði i snatri og sofnaði vært um leið og hún lagðist út af. Nokkrum klukkustundum síðar, kom fólkið heim úr kirkjunni. En hvernig stóð á því, að enginn kom út, til þess að taka á móti þeim? Hvar var Anna? Og hversvegna voru útidyrn- ar ólæstar? Maður gat gengið alveg hindrunarlaust inn í húsið. Það hlaut eitthvað að hafa komið fyrir. Kvíðafull opnuðu þau stofuhurðina. Þar var enginn! Hvað var orðið af önnu? — Þau fengu ekki svar við þeirri spurn- engu fyr en þau komu inn i herbergi hennar. — Anna vaknaði við komu þeirra og sagði foreldrum sínum frá öllu, sem gerst hafði. — Hún sagði þeim hve hrædd hún hafði orðið, hve örugg og glöð lnin varð svo seinna, og hve viss hún var um það, að þessi vesalings ólcunni maður mundi snúa frá þessum villigötum til betra Iífernis og verða góður maður. — Foreldrarnir hlýddu á l'rásögn hennar með ótta og eftirvænt- ingu. Hvernig stóð á þeim, að skilja barnið aleitt eftir í húsinu um hánótt? Og þau þökkuðu Guði af öllu hjarta fyrir, að hann hafði haldið verndarhendi yfir Iitlu stúlkunni þeirra. Nú Iiðu nokkur ár. Þá bar svo við einn góðan veðurdag, að roskinn maður, vel til fara, kom gangandi eftir þjóð- veginum. Hann nam staðar fyrir utan bæinn, sem Anna átti heima í, og fór þar inn. Hann kvaðst ferðast um og selja bursta, sem hann hefði sjálfur lniið til. Hann tók nú tvo beztu og fallegustu burstana upp úr töskunni og rétli önnu þá brosandi og bað hana að taka við þeim sem gjöf frá sér. — »Manstu eftir jólanóttinni fyrir fjórum árum síðan?« sagði hann. »Þá sýndir þú betlara og þjófi vináttu og kendir honum að þekkja góða hirðirinn. Þinn hirðir varð líka hirðir og frelsari betl- arans og frelsaði hann úr því spilta líferni, sem hann lifði. Ég var þessi aumingja maður, og ég þakka þér af öUu hjarta. Góðverk þitt þá árdegis- stund var líka guðsþjónusta, þótt hún t'æri ekki fram í kirkjunni. Því að Drottinn segir: »Það sem þér hafið gjört einum af þessum mínum minstu hræðrum, það hafið þér og gjört mér.«

x

Jólakveðja til íslenzkra barna frá dönskum sunnudagaskólabörnum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólakveðja til íslenzkra barna frá dönskum sunnudagaskólabörnum
https://timarit.is/publication/446

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.