Jólakveðja til íslenzkra barna frá dönskum sunnudagaskólabörnum - 24.12.1930, Blaðsíða 9

Jólakveðja til íslenzkra barna frá dönskum sunnudagaskólabörnum - 24.12.1930, Blaðsíða 9
7 — inn eitthvað ilt í hyggju, hefði hann fyrir löngu getað framkvæmt það. Ef til vill var þetta einhver ólánsamur maður, sem hafði yilst, eða einhver fátæklingur, sem engan mat ætti heima. Ef hann væri nú svangur og kaldur og Guð hefði sent hann þangað, svo að hann gæti fengið hjálp j)ar? Ætti hún að áræða að fara út og tala við hann? Hún þorði það varlá. En svo tók hún upp orðin: »Drottinn er minn hirðir.« Hún herti upp hugann eins og lnin gat, fór út í dyrnar og kallaði út í myrkrið: »Er hérna einhver, sem hefir vilst?« Maðurinn kom fyrir húshornið, en liann nálgaðist hægt og hikandi, eins og hann væri hræddur við eitthvað. »Æ, mér er kalt,« tautaði hann. »Komdu þá inn og hlýjaðu þér,« kallaði Anna til lians. En um leið varð hún sjálf hrædd við það, sem lnin liafði sagt og flýtti sér inn. Ókunni maðurinn kom hægt á eftir henni og staðnæmdist fyrir innan dyrnar. »Komdu og sezlu hérna við eldinn,« flýtti Anna sér að segja og dró fram stól handa honum. Maðurinn settist. Nú fyrst gat Anna virt liann fyrir sér. — Hann var Ijótur á svipinn Hárið var ógreitt. Skeggið var úfið, og klaka- stönglar héngu í því. Andlitið var mag- urt, fölt og skuggalegt. Föt hans voru aðeins skítugar druslur, og á fótunum liafði hann klossa, sem voru fullir af snjó. Anna fyllist meðaumkvun með þess- um ógæfusama manni. »Ertu svangur?« spurði hún. »Ja,« svaraði maðurinn stuttur í spuna. Anna skar sneið af nýbakaða jóla- hrauðinu og lét kjötsneið ofan á hana og rétti honum. Maðurinn gleypti það, eins og hann hefði ekki bragðað mat í marga daga. »Þetta var gott,« sagði hann, og það var eins og dálítið vingjarnlegur hrei- mur í röddini. »Þakka þér fyrir, þú ert góð stúlka.« Þetta gerði önnu rólega og glaða. Hún var viss um það, að enginn þjófur mundi hafa kallað hana góða stúlku. »Hvaðan kemur þú?« spurði hún. »Úr fangelsiuu,« svaraði hann. »Úr fangelsinu!« endurtókAnna ólta- slegin. »Já, ég losnaði þaðan i haust. En þii skalt ekki vera hrædd, hér mun ég ekkert ilt gjöra.« »En — en — hversvegna erlu ekki heima hjá þér núna um jólin?« »Á ekkert heimili — engin jól.« »Ekkert heimili! Aumingja maður! Á liverju lifir þú? Ilvaða atvinnu stundar þú?« »Stunda enga atvinnu. Flækist á þjóðvegunum, sef i hlöðum ligg i görðunum og stel, þégar ég get höndun- um undir komist.« »Stelur! En veiztu þá ekki, að það er synd að stela?« »Hm, — jú — veit það reyndar. Ætl- aði líka að stela hérna, en get það ekki — vil það ekki. Þú þarft ekki að vera hrædd við mig.« »Ég er heldur ekki hrædd lengur. Þú ert að vísu ljótur — en þú ert ekki illilegur.« »Jú, ég er vondur. Ég kom hingað, til þess að stela, ineðan enginn væri heima. En — en — þessi hérna hirðir, sem þú last um, - hann hjálpaði þér. Hann hjálpar þeim, sem góðir eru, en hann hjálpar ekki glataðri sál eins og mér.« »Jú, hann vill líka vera hirðir þinn, og hann vill hjálpa þér,« sagði Anna vingjarnlega. »Viltu að ég lesi citthvað fyrir þig?« — Hann kinkaði lcolli, en svaraði engii. —• Anna tók Bihlíuna og las: »Sú þjóð, sem í myrkri gengur, sér mikið ljós, yfir þá, sem búa í landi náttmyrkranna skín ljós« (Jes.9,2). — Síðast las lnin jólaguðspallið. ókunni maðurinn sat álútur og hlusl- aði. Nokkrum sinnum kom hljóð frá brjósti hans, sem líktist ekka. Ef til vill komu fallegar bernskuminningar fram í huga hans, — minningar frá þeim yndislega tíma, þegar hann var glatt og saklaust barn, og hann hélt líka liátíðlega minninguna um fæðingu Frelsarans. Ef til vill iðraðist hann þess nú í fyrsta sinn, að hann hafði lifað lífi sinu í synd og spillingu. Þegar Anna hætli að lesa, stóð hann upp og þurkaði með erminni nokkur tár, sem hrundu niður hrukkóttar kin- nar hans.

x

Jólakveðja til íslenzkra barna frá dönskum sunnudagaskólabörnum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólakveðja til íslenzkra barna frá dönskum sunnudagaskólabörnum
https://timarit.is/publication/446

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.