Kirkjuritið - 01.10.1945, Side 11

Kirkjuritið - 01.10.1945, Side 11
Kirkjuritið. Sálmabókin. 257 að um hana verði með rökum sagt, að hún hafi farið sérstaklega gálauslega að í þessum efnum. Annárs er þetta glöggvast að sjá á skrá, þar sem horfnir sálmar hvers flokks bókarinnar eru settir við hlið innkominna sálma sama flokks. Og ef einhver er fús að kynna sér það þegar, áður en sálmabókin kemur út, ætti nefnd- inni að vera ljúft að láta þær upplýsingar i té. I Sálmabókinni núgildandi eru 650 sáhnar, eins og allir vita. Nefndin hefir valið um 110—120 þeirra frá, er ekki kæmu til endurprentunar í nýrri útgáfu. Ég kann ekki að fara alveg' nákvæmlega með tölurnar, því að um einn og einn sálm breytist fram til dagsins í dag og getur breytzt til síðustu stundar. Enda er það nú ekki höfuðatriðið, hvort þeir sálmar eru 111 eða 117, lieldur hitt, hverir þeir sálmar eru og livað í stað þeirra kemur. Ilún hefir valið inn í stað þeirra um 150 sálma. Sú tala er heldur ekki nákvæm, og liggja sömu ástæður til. Af þessum sálmum, sem inn koma, eiga þeir Hall- grímur Pétursson og Mattthías Jochumsson fullan þriðj- ung cða um og raunar yfir 60 sáhna báðir til samans. Þeirra gætir því mest, eins og vera ber, þegar litið er á innkomna sálma. Öðrum sálmahöfundum fer minna fyr- ir, hverjum þeirra um sig. Þeir höfundar eru flestir, og með nökkrum undantekningum þó, þekktir frá Sálma- bókinni eða frá sálmakverum, sem gefin hafa verið út henni lil viðbótar. Nokkurir þeirra heyra fyrri kvnslóð- urn til og eldri. Ef ég man rétt á Valdimar Briem 5 sálma af þeim flokki. En frá hendi flestra þeirra, hvers um sig, eru einn og tveir og allt upp í fjórir sálmar. Þó er ein undantekning frá þessu. Séra Friðrik Friðriksson, stofnandi K.F.U.M. í Reykjavík, á þarna 13 eða 14 sálma. Ég skal játa það hreinskilnislega, að í upphafi vega bjóst ég ekki við svo mörgum sálmum frá hendi hans, sem hér varð raunin á. Og ég efast raunar um það, að höfundurinn verði nokkru sinni talinn til stórskálda, jafnvel þó liann svo sannarlega liafi ort sálma, sem mikl-

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.