Kirkjuritið - 01.10.1945, Page 12

Kirkjuritið - 01.10.1945, Page 12
258 Hermann Hjartarson: Október. um guðsmanni eru samboðnir. Og í sálmum hans er ein- liver bjartur fögnuður og lotning — og yfir óvenjulega lieiður himinn. Mér finnst, að þar kveði hljómur hins hreina málms, og höfundur á það tungutak, að við hyggj- um, nefndarmenn, að vegsemd drottins eigi að herast með röddu hans, í söngvum sálma hans, frá borg til byggðar. Auk þess er sérstakur blær og bragur yfir sálm- um hans — nýr strengur, nýr þáttur undinn bókinni, sem við nefndarmenn hyggjum hana sannauðugri að. En hafi okkur missýnzt að einhverju, verður okkur það fyrirgefið, þar sem um svo einstæðan samtímamann var að ræða. Auk þeirra sálma, sem nefndin liefir valið frá og ekki koma í nýrri útgáfn bókarinnar, hefir hún fellt erindi lir nokkurum sálmum, svo að þeir koma í styttri mynd. Þeir sálmar munu vera um 35. Nefndin hefir viljað gæta þar hófs og fullrar varúðar sem í öðrum hlutum. Líklegt er þó, að sitt sýnist hverjum þar um einstök atriði. Fer það sem má, og leggur nefndin breytingar sínar í þess- um efnum undir dóm viturra manna og góðgjarnra. Eins vil ég þó geta í þessu sambandi þeim til leiðbeiningar, sem atbuga vilja sérstaklega þetta atriði. Nefndin hefir stytt hinn fagra sálm séra Arnórs í'Vatnsfirði: „Til hafs sól liraðar sér“, — stytt hann um síðasta erindið. Það er ekki fyrir sakir neinnar hótfyndni eða fordildar, sem ef til vill annars mætti þó virðast. Eftir upplýsingum, sem nefndin hefir fengið, og telja má nokkurn veginn óyggjandi, hefir annar samtíðamaðnr aukið sálminn um siðasta erindið og í litilli þökk sálmshöfundarins sjálfs. Eins og áður er uni getið, verða í sálmabókinni, eins og hún kemur frá hendi nefndarinnar, nokkuru fleiri sálmar en áður var. Þó styttist hún að ljóðalesmáli sem svarar nokkrum sálmum. í vetur hafa nefndarmennirnir verið fjórir að starfinu. Jón Magnússon skáld gekk þá í nefndina eftir ákveðn-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.