Kirkjuritið - 01.10.1945, Page 20

Kirkjuritið - 01.10.1945, Page 20
266 Ásmundur Guðmundsson: Október. og þeir höfðu inndrukkið með móðurmjólkinni. Þeir skilja til hlítar Matthías, er hann kveður: Vér deyjum, ef þú ert ei ljós það og líf, sem að lyftir oss duftinu frá. Þeir varðveita guðsorðabækurnar að heiman í lágum hjálkakofa og lesa liúslestra eins og lieima. Passiusálm- arnir eru mörgum þeirra lcærastir allra hóka og Vida- línspostilla. Þeir minnast prestsins síns og kirkjulífs- ins héima á íslandi. Ég heyrði það sjálfur fyrir aldar- fjórðungi, hvernig eldra fólkið talaði um prestana sína og fermingarfeður. Það var eins og þeir væru prestar þess enn. Þeir þrá það, landnemarnir, að guðsþjónustur meg'i aftur verða þungamiðja félagslífsins í líkingu við það, sem var lieima. Þörfin knýr á. Þeir kalla sér ís- lenzka presta, liefja kirkjubyggingu eigin höndum. Kirkjuþing rís. Er unnt að hugsa sér meiri skyldleika við móðurkirkjuna heima? Sama líf. Sami svipur, sömu djúpu einkennin. Sem móðir liún býr í barnsins mynd. Það ber hennar ættarmerki. Og lífskjörin móta að sumu á svipaðan liátt. Kirkjan á Islandi hefir um aldir verið einhúi i At- lantshafi. Þannig liefir hún vakað yfir trú og tungu og þjóðerni íslendinga og varizt að apast að óheillum heims- menningarinnar svonefndu. Henni hefir auðnazt að meta það í fjarlægðinni, livað hentaði bezt lífi hennar liand- an yfir höfin og livað ekki ætti erindi til hennar. Hún hefir lilúð að íslenzkum kristindómi i jökulmusteri sínu, prýddu glitofnum altarisdúki fegurstu hlóma undir hláhvelfingu himinsins. Hún er táknræn og sönn mynd Kjarvals yfir altarinu í Bakkagerðiskirkju i Borgarfirði. Hún er af Kristi, er hann flytur Fjallræðuna, og fær all- an meginsvip sinn af dýrð hans. En þegar gefnar eru gætur að fólkinu, sem á hann hlýðir, koma i ljós alís- lenzk andlit, og fjallahringurinn er Borgarfjarðarfjöllin:

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.