Kirkjuritið - 01.10.1945, Page 31

Kirkjuritið - 01.10.1945, Page 31
Kirkjuritið. Á aldar-ártíð Jónasar Hallgr. 277 En Jónas Hallgrimsson? Ekki var hann kirkjunnar þjónn. Árum saman hafði hann lmg á því að sækja um prestsembætti. Menntun hafði hann til þess hlotið í Bessastaða skóla, og hin beztu meðmæli þaðan og frá þáverandi biskupi landsins, lærdómsmanninum Stein- grími Jónssyni. Þrisvar sótti hann um brauð, en hlaut eigi, og þótti þá sjálfum fullreynt. Trúarskáld var hann lieldur ekki í venjulegri merlc- ingu þess hugtaks. Engin af frumkveðnum ljóðum hans eru til í sálmasöfnum kirkjunnar, aðeins hrot úr einni þýðingu í forboðnu sálmakveri (Viðbæti Sáhnabók. 1933). Og lítið kemur Bakki í rauninni við æfi Jónasar og sögu. Hraun og Steinstaðir, fæðingarstaður og æskubeimili, eru nöfnin hér í dalnum, sem þar gnæfa hærra í minn- ingunni. Faðir hans, séra Ilallgrímur Þorsteinsson, þjónaði að vísu þessari kirkjusókn í 13 ár, sem aðstoðarprestur séra Jóns Þorlákssonar, og fór héðan frá kirkju sinni helför- ina að Hraunsvatni sunnudaginn 4. ág. 1816. Um þann atburð kvað skáldið seinna þessi angurblíðu stef: „Þá var eg ungur, er unnir luku föður augum fyrir mér saman; man eg þó missi minn í heimi fyrstan og sárstan, er mér faðir hvarf. Man eg afl andans í yfirbragði, og ástina björtu, er úr augum skein. Var hún mér æ, sem á vorum ali grös hin grænu guðfögur sól. Man eg minnar móður tár, er hún aldrei sá aftur heim snúa leiðtoga Ijúfan, ljós á jörðu sitt og sinna. Það var sorgin þyngst."

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.