Menntskælingur - 01.04.1949, Side 2

Menntskælingur - 01.04.1949, Side 2
2 MENNTSKÆUNGUR fórnarlömbum, byltingum, harðstjór- um og hinum kúguðu. Sagan hefir ávallt verið hin sama, endurtekið sig frá því fyrsta. í fornöld flýðu forfeður okkar, víkingarnir, föðurland sitt undan kúg- un og ofbeldi. Þá fundu þeir ísland, þar sem þeir kusu að setjast að og lifa frjálsir og óháðir, þótt í útlegð væri. Þar vildu þeir endurvekja hið forna frelsi, sér og niðjum sínum lil handa. Það tókst þeim vissulega, en aðeins í tiltölulega stuttan tíma. Eftir nokkrar aldir urðu skærurnar milli helztu höfð- ingjanna svo ákafar, að þeir glötuðu frelsinu og urðu enn á ný undirokaðir með þeim afleiðingum, að allri menn- ingu og efnahag landsmanna hnignaði mjög. Þeim hafði mistekizt að viðhalda frelsi sínu og mannréttindum óskertum líkt og svo mörgum hefir farið síðan. Spurningin er nú í dag, hvort okkur muni takast betur. Við ættum að hafa verið færir um að læra af reynslunni, og geta forðazt að endurtaka sömu mis- tökin, sem komu forfeðrum okkar á kaldan klaka. Það hlýtur að vera full- komlega ljóst, að það er ekki framar nokkurt öryggi eða vörn í einangrun eða fjarlægð frá öðrum þjóðum. Lönd og þjóðir, sém áður voru óraveg í burtu, eru nú orðnar næstu nágrannar okkar. Þetta er bláköld staðreynd, og við verðum að liaga okkur í samræmi við hana, en ekki byrgja augun og lifa í vímu fortíðarinnar. Ef við eigum nokkurn límann að öðlast heiminn, sem við kjósum, þá verðum við að gera okk- ur þetta ljóst, og miða orð okkar og gerðir eftir þessu og láta þær stjórnast af alþjóðahyggju, því að í dag eigum við einskis annars úrkosti. Samt sem áður er ekkert eðlilegra en, að þjóðir og einstaklingar unni J)jóð- erni sínu og ættlönduin. Það er hverri þjóð mikill styrkur að yirða þjóðerni sitt, tungu og menningu og gera allt, sem unnt er til þess að varðveita þessi verðmæti, sem er grundvöllur sjálfstæð- is hennar. En þj óðernisstefna, sem fer út í öfgar, er einn versti óvinur mann- kynsins og ógnun við frið og frelsi ann- arra þjóða. Það var hinn mikli harm- leikur síðustu styrjaldar. Sökum þessa er alþjóðasamvinna nú nauðsynlegri en nokkru sinni fyrr. Nú er svo komið, að enginn getur framar látið sig þessi mál engu skipta eða varpað yfir sig blæju hlutleysisins. Öll framtíð hans og þjóð- ar hans getur oltið á því, hvaða afstöðu bann tekur til þessara mála. Sá tími er nú liðinn -þegar við gátum huggað okk- ur við þessar minnisverðu línur Hilaire Belloc’s: „Whatever happens we have got the Maxim gun and they have not.“ Grundvöllur þess heims, sem við kjós- um, verður að vera einlægt samstarf milli þjóðanna. Þá fyrst geta þær þjóð- ir, er dregizt hafa aftur úr í efnahags- legu og andlegu tilliti, sótt fram á leið jafnt og hinar, sem lengra eru komnar. Á þann hátt getur velferð og hamingja þjóðanna aukizt að miklum mun, jafn- framt og þeim hlotnast ríkari skerfur af auðæfum jarðar. Þessu öllu og miklu meira er mögulegt að hrinda í fram-

x

Menntskælingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntskælingur
https://timarit.is/publication/453

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.