Menntskælingur - 01.04.1949, Síða 3

Menntskælingur - 01.04.1949, Síða 3
M ENNTSKÆLINGUR 3 kvæmd með sameinuðum átökum og al- þjóðlegu samstarfi í efnaliags- og menn- ingarmálum. Þá hlýtur það líka að vera yfirlýst og almennt viðurkennt, að allir menn ,séu fæddir jafnir og hafi, án und- antekningar, „jafnan rétt til lífsins, frelsisins og leitarinnar að hamingj unni.“ Þessi réttindi svo og málfrelsi, ritfrelsi, hugsanafrelsi, trúarbragðafrelsi o.s.frv. eru hin frumstæðustu mannlegu réttindi og óvefengjanleg arfleifð hvers einasta manns. Það er ekki nægilegt, að réttindi þessi séu aðeins viðurkennd í þeim hluta veraldarinnar, sem við byggjum, heldur verða þau að vera tryggð hverjum og einum af þeim milljónum, sem jörðina byggja, þar eð þau eru allra fyrstu skref- in áleiðis til bættra lífskjara. Til viðbót- ar við þetta hlýtur eignarétturinn að vera algerlega friðhelgur og lögvernd- aður, og minnihlutinn og stjórnarand- staðan sé frjáls að því að láta í ljós skoðanir sínar, ekki sökum þess, „að minnihlutinn hefir alltaf á réttu að standa,“ heldur sökum þess, að slíkt er eitt höfuðskilyrði lýðræðislegra stjórn- arhátta. Það verður einnig að vera al- mennt viðurkennt, að ríkið er til fyrir einstaklinginn, en ekki einstaklingurinn fyrir ríkið. Það hlýtur að vera aðeins hagsmunasamband einstaklinganna til þroskunar og framfara þeirra, frjálst samfélag, þar sem engum þarf að hlýða nema lögunum, en ekki stórfellt kúgun- artæki, er steypi einstaklingana í eitt og sama mótið. Aðaláherzlan hlýtur að miða að því að mennta og þroska ein- staklinginn við sem bezt skilyrði, en ekki gera hann að skynlausum vinnu- þræl undir oki alvalds ríkisaga. Oflug- asta tækið, sem mannkynið hefir yfir að ráða í baráttunni fyrir almennum mann- réttindum. friði og hagsæld allra íbúa jarðarinnar, er Sameinuðu þjóðirnar, svo sem segir í kafla IV um Allsherjar- þingið: — og aðstoða í að viðurkenning fá- ist á mannréttindum og frelsi öllum til handa, án tillits til þjóðflokks, kyns, tungumáls eða trúarbragða. Eftir að tvær heimsstyrjaldir höfðu geisað á einum mannsaldri, tóku þjóðir heimsins höndum saman um að stofna alþjóða samtök, er nefnd voru Hinar sameinuðu þjóðir. Stofnun þeirra var dögun nýs tímabils í sögu mannsand- ans, dögun heimsins, sem við kjósum. Stofnþjóðirnar höfðu unnið sigur í styrjöldinni og það var engin ástæða til að ætla, að þær gætu ekki einnig unnið friðinn. Þrátt fyrir að Sameinuðu þjóð- irnar væru stofnaðar á rjúkandi rústum líkra samtaka, gætti þegar frá byrjun bjartsýni og góðra vona um örlög þessa óskabarns mannkynsins, því að með stofnuninni var lagður grundvöllur að varanlegum friði í heiminum. Eftirfar- andi kafli úr stofnskrá Sameinuðu þjóð- anna er Magna Charta hins nýja heims: -— Við, hinar Sameinuðu þjóðir, höfum ákveðið að bjarga eftirkom- andi kynslóðum frá hörmungum styrjalda, sem tvisvar á æviskeiði okkar hafa bakað mannkyninu ólýs- anlegar þjáningar, og að styrkja trúna á helztu mannréttindi, trúna á

x

Menntskælingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntskælingur
https://timarit.is/publication/453

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.