Menntskælingur - 01.04.1949, Side 6

Menntskælingur - 01.04.1949, Side 6
MENNTSKÆLINGUR 6 ____________________ KVÖLD í VERBÚÐ Draugalega birtu lagði frá olíulukt- inni, sem hékk á nagla í einni sperru verbúðarinnar. Nokkrir menn lágu í fletunum, sem voru fram með öllum veggjum. Sumir tottuðu pípur sínar, aðrir móktu með kaskeyti yfir andlitinu og hlýddu á hvininn í storminum og þungar drunur brimsins. Það var búin að vera land- lega um óratíma, og enn var ekki hægt að sjá þess nein merki, að veðrinu færi að slota. Mennirnir höfðu lítið að starfa og lágu í fletum sínum mest-allan daginn. Ef til vill varð þeim hugsað til heim- ila sinna, en margir höfðu ekki komið þangað vikum saman og óvíst hvenær þeir kæmust ef garðurinn héldist.' Verstöð þessi var fjöllum girt á alla vegu nema þann, seni lá að opnu hafi, og eftir að k"omið var fram í nóvember var sjaldan hægt að komast yfir fjöllin sökum ísa. Kvöldið hafði verið venju íremur drungalegt, þar eð stormurinn var öllu meiri en undanfarið, og var hrollkalt í verbúðinni. Annað veifið lék allt á reiðiskj álfi, og súgurinn inni olli því, að luktin fór að ósa. — Skrúfaðu niður í luktinni, Bragi, kallaði Magnús gamli formaður til þess, sem lá í fletinu næst luktinni; sá var yngstur af skipshöfninni. Bragi reis á fætur, skrúfaði niður í luktinni, gekk síðan til dyranna, opnaði þær og gægðist út. Kalda vindstroku lagði inn á gafl verbúðarinnar þegar dyrnar voru opn- aðar, og brimgnýrinn yfirgnæfði með öllu ýlið í burstinni. — Blessaður, lokáðu helvítis hurð- inni. Hvern djöfulinn á það að þýða að vera að sperra allt upp á gátt, hrópuðu ýmsir þeirra, sem inni voru. Finnst þér of heitt, eða livað? Bragi lokaði hurðinni, gekk að fleti sínu og lagði sig fyrir aftur. Dálítil hreyfing hafði komizt á flesta mennina. Einn var kominn fram úr og búinn að kveikja á prímusnum og liafði sett kaffiketilinn á hann og dældi óspart. Megnan kolsýrudaun lagði urn ver- búðina, en þeir fundu það ekki, karl- arnir. Þeir voru slíku vanir, og þeim létti í skapi við suðið, sem gaf loforð um að brátt myndi vera von á heitum sopa. Þeir seildust ofan í matarskrínur sín- ar og náðu í köku, er þeir smurðu hraustlega. Fengu sér kaffi úr katlinum og sötruðu sopann sýnilega af mikilli nautn. Kaffið yljaði þeim og gerði þá glaða í bragði og gamansama. — Þetta er meiri helvítis ótíðin, sagði Magnús gamli formaður um leið og hann hellti aftur úr katlinum í könnu sína.

x

Menntskælingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntskælingur
https://timarit.is/publication/453

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.