Menntskælingur - 01.04.1949, Qupperneq 7

Menntskælingur - 01.04.1949, Qupperneq 7
MENNTSKÆLINGUR 7 — Ojá, manni fer nú að leiðast ef hann fer nú ekki að ganga niður svona hvað úr hverju, sagði Óli vélamaður, þybbinn karl og harðneskjulegur. — Þetta ætlar að verða likast haust- inu þegar ég var hjá hortum Grímsa i Selvík, og við komumst ekki heim fyrr en daginn fyrir Þorláksmessu; vorum orðnir algerlega kostlausir' og urðum að lifa mestmegnis á trosi og freðýsu síðustu vikuna. En þá voru nú reyndar mótorbátarnir ekki komnir til sögunn- ar svo að vonandi kemur slíkt ekki fyrir aftur, en ég segi ykkur alveg satt, mér lízt ekkert á þetta. Flestir gáfu þessum orðum Ola lítinn gaurn þar eð hann var þekktur fyrir að ýkja nokkuð sögur sínar, og jafnan þegar hann laug mest, hafði hánn fyrir orðtæki: — Eg segi ykkur alveg satt! Oft gátu þó sögur hans verið allkát- legar og fengið menn til þess að gleyma áhyggjum líðandi stundar. — Heyrðu Óli, sagði Magnús for- maður. Hvernig var það þarna um árið þegar þú varst á freygátunni með hon- um Gústa Kjaft og þið fenguð langa hrakninginn ? — Ja, það var nú ljóta ferðalagið. Ég segi ykkur alveg satt, okkur hrakti alla leið til Englands, en þó varð nú hara gaman að lokuin því að vel tóku þær á móti okkur, blessaðar ensku dúf- urnar, he, he, he, he. Verst hvað maður gat lítið talað við þær, en bótin var sú, að þær skildu allt, sem við gerðum. Hláturinn sauð niðri í körlunum því að nú vissu þeir, að ef rétt væri farið að Óla, myndu þeir fá að heyra sögu. - Blessaður, segðu okkur nú eitt- hvað smellið. Það veitir víst ekki af að lífga upp á strákana, sagði Magnús for- maður og rétti tóbakskyllinn sinn að Óla. Óli tók við kylíinum, troðfyllti báðar nasir, krimti ánægjulega og hóf frá- sögnina. Já, eins og ég hefi nú sennilega sagt ykkur áður, þá vorum við nú þarna hjá engelskum rösklega mánaðartíma meðan við vorum að bíða eftir fari heim. Það var nú erfiðara að komast rnilli landa þá heldur en nú, drengir mínir. Skútufjandinn var alveg ónýtur efti^ hrakninginn svo að við töldum, að ekki væri óhætt að sigla henni yfir haf- ið, en bjuggum nú samt í henni á með- an við dvöldum þarna. Það var nú hálf- ömurlegt heimili. Rotturnar dönsuðu á lúkarsgólfinu á nóttunni og gerðust stundum nokkuð nærgöngular við okk- ur meðan við sváfum. Og ég segi ykkur alveg satt, einu sinni lögðust þær á einn hásetann. Það var greyið hann Hannes. Eins og þú þekkir nú, Magnús minn, var hann hræðilegur drykkj urútur, og einu sinni þegar við vorum að fara í land, komst hann ekki með okkur sök- um þess hvað liann var fullur. En um nóttina þegar ég kom um borð lá hann steinsofandi á gólfinu og hópur af rott- um var setztur að á skrokknum á hon- um. Ég læt ósagt hvernig hefði farið ef ég hefði ekki komið að rétt í þessu. N — En eina ánægjustundin okkar þarna var þegar blessaðar stúlkurnar litu um

x

Menntskælingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntskælingur
https://timarit.is/publication/453

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.