Menntskælingur - 01.04.1949, Qupperneq 8

Menntskælingur - 01.04.1949, Qupperneq 8
8 MENNTSKÆLINCUR borð til okkar, og einn atburður er mér sérstaklega minnisstæður í sambandi við það. Óli tók sér málhvíld og dró rauðan vasaklút upp úr vasa sínum og snýtti sér vel og vandlega. — Nú, hvernig var það, sagði ein- hver af körlunum. — Ja, það var ein stúlka, sem hafði komið oft um borð til okkar, og ég segi ykkur alveg satt, hún var alltaf að snúast í kringum mig, og ég var nú kom- inn á þá skoðun, að hún væri dálítið skotin í mér, enda var ég nú ekki svo óásjálegur á þeim árum. Okkur gekk líka furðuvel að skilja hvort annað, en skrítið var nú málið, he, he. Hún gaf mér það í skyn, að ég skyldi koma með sér í land, en það var mér ekki meir en svo um, því að reynslan hafði kennt mér að fara að öllu varlega. En að lokum lét ég nú samt að vilja hennar. Um kvöldið, nokkru eftir að dimmt var orðið, gengum við upp í borgina. Hún masaði öll reiðinnar ósköp, en fjandinn fjarri mér, lítið skildi ég af því, sem hún var að segja og bað hana oftar en einu sinni að hætta þessu bölvuðu rausi, en þá hélt, hún víst, að ég væri að slá sér gullhamra, því að hún fór að glansa í augunum. -— Var hún falleg, kallaði einhver. — Falleg, maður lifandi. Þvílíkur kvenmaður, slíkur vöxtur, ja, það var nú þuklandi stykki, drengir. Hún teymdi mig með sér að litlu húsi, bak- húsi ef ég man rétt, og gaf mér bend- ingu urn að koma inn á eftir sér. Eg var nú orðinn fjandi spenntur, eins og þið getið hugsað ykkur. Sterkur vindsveipur lenti á verbúð- inni svo að allt lék á reiðiskj álfi. Brim- hljóðið virtisl vera orðið ískvggilega nálægt þeim því að greinilega mátti heyra urgið í hnullungunum þegar sog- aði út. Magnús formaður stóð á fætur og gekk út. Óli tróð í pípu sína, kveikti í henni hægt og rólega, dró að sér nokkra reyki og hélt síðan áfram með söguna. — Við komum inn í anzi vistlega stofu. Hún kveikti á lampa á borðinu og benti mér að setjast, og eðlilega sett- ist ég á rúmið. Stúlkan fór úr kápunni og tyllti sér við hliðina á mér, og þá fór nú að lyftast brúnin á Óla, drengir. -— Stutt stund leið, en þá kom nú babb í bátinn. Það var barið á hurðina, og cvo að segja samstundis, ég segi ykkur alveg satt, stóð svona heldur ólögulegt mann- kerti á miðju gólfi og glápti, að mér sýndist, undrandi á okkur. Stúlkugrey- ið rak upp hræðilegt vein, en mann- uglan setti sig í stellingar, bretti upp

x

Menntskælingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntskælingur
https://timarit.is/publication/453

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.