Menntskælingur - 01.04.1949, Qupperneq 10
1Q
MENNTSKÆLINGUR
i.m. HJOEL: ... «i nm.—
Hugleiðingar un riám og kennslu
Nú þegar hin nýja skólalöggjöf hefir
verið samþykkt á Alþingi mætti ætla,
að fyrir öllum okkar kennslu- og skóla-
málum væri vel séð í framtíðinni. Svo
mundi einnig vera ef menntunin ykist í
réttu hlutfalli við milljónirnar, sem í
ráði er að verja í viðbót til skólamála.
En þrátt fyrir lengingu skólaskyldunnar
og sí aukinnar aðsóknar að • framhalds-
skólunum virðist framförin og árangur
kennslunnar ekki vera svo sem skyldi.
Meirihluti nemenda virðist þjást af
megnu sinnuleysi og námsleiða, og að-
eins hugsa um það á hvern hátt sé hægt
að ná prófum með sem minnstum lestri
og fyrirhöfn. Einhver ástæða hlýtur að
liggja að haki þessum hugsunarhætti.
Kennarar, jafnt sem aðrir, munu við-
urkenna að meirihluti nemenda hagi
sér aðeins eftir því boðorði að lesa sem
minnst án þess þó að falla. Áhuga á
námsgreinunum virðist tæpast til að
dreifa hjá öllum fjöldanum, heldur er
litið á þær sem leiðinlegt skyldustarf, er
hrista beri fram úr erminni á sem
skemmstum tíma, og með sem minnstri
fyrirhöfn. Þ$ið mun vera einsdæmi að
nemendur framhaldsskólanna leiti sér
aukins fróðleiks í greinum þeim, sem
kenndar eru í skólanum, enda er
kannske ekki mikil von til þess eins og
nú er í pottinn búið. I þessum málurn
liggur ekki öll sökin hjá nemendunum
sjálfum, heldur eru það miklu fremur
forystumenn kennslu- og skóla-mála, er
hér hafa staðnæmst á miðri léið og ein-
blína nú á steinrunnið kennsluskipulag,
jafngamalt fyrstu skólunum hér á landi.
Það má raunverulega furðu sæta að
samfara hinum risavöxnu og ævintýra-
legu tæknilegu framförum hér á landi
skuli ekki hafa runnið vakninga- og
endurbóta-skeið í kennslu og menning-
armálum. Fátt sýnir ljóslegar hve óra-
langt andlega menningin stendur nú að
baki hinni verklegu menningu, og eng-
inn skyldi verða til að auka það ójafn-
vægi.
Flestir nemendur munu viðurkenna,
þó ekki fúslega, að það sem sagt er hér
að framan er ekki algjörlega tilefnis-
laust og að námið sé elcki stundað af
neinu ofurkappi, né þeim tíma er til
lesturs fer væri ekki skemmtilegar var-
ið á einhvern annan hátt. Þessi hugsun-
arháttur, þótt skiljanlegur sé eins og nú
standa sakir, er engan veginn heppileg
undirstaða þess að skólarnir nái til-
gangi sínum og í því að ala upp sem
bezta og menntaðasta æsku. Það
kennslukerfi, sem við eigum við að búa
og er jafngamalt stofnun almennra
skóla, er oft nefnt fjöldakennsla (mass
education), er í því fólgið að fjölda
unglinga, um og yfir 30 talsins, oftast
mjög ólíkuin að gáfnafari, sumir skarp-