Menntskælingur - 01.04.1949, Síða 11

Menntskælingur - 01.04.1949, Síða 11
MENNTSKÆLINGUR 11 gáfaðir og aðrir seinir til, er skipt nið- ur í bekkjadeildirnar. Síðan er þeim öllum áætlaS hið sama vissa námsefni, er Ijúka skuli á jafnlöngum tíma, án nokkurs tillits til námshraða, náms- hæfni eða sérstæðna hvers og eins. Þannig verður bekkurinn óhjákvæmi- lega eins og segir í goðsögninni um rúm Procrustesar, að af þeim sem eru of stórir í rúmið eru fæturnir skornir, en hinir smávöxnu eru teygðir þar til þeir ná gafla á milli, báðum vitanlega til mikils tjóns svo að ekki sé meira sagt. Nær því ekkert tillit er tekið til einstaklingsins og mismunandi hæfi- leika hans, heldur miðast allt við heild- ina. Þeim sem létt er.um nám er þetta allt einn barnaleikur, en hinir, sem sein- færari eru við lestur og nám eru dregn- ir áfram á hárunum, nauðugir viljugir, þótt þeir þurfi engu síður að vera vel gefnir en hinir. Þessa galla gætir ekki við háskólanám né nám í æðri skólum utanlands, þar sem nemöndum er í sjálfsvald sett, hvernig og hve hratt þeir nema. Annar stór galli er það, að eins og er í hinni fastmótuðu bekkj arkennslu, er allt of mikil áherzla lögð á passíva kennslu og of lítil á raunverulegt nám. Engin áherzlá er heldur lögð á það að hvetja nemandann til þess að afla sér aukins fróðleiks og víkka sjóndeildar- hring sinn, þrátt fyrir þann áhuga og aukna fróðleiksfýsn, sem slíkt ávallt vekur. Nei, heldur situr hann 5-6 tíma daglega undir yfirheyrslum, líkt og hann væri í barnaskóla. auk þess sem hann meðtekur mismunandi mikla sVammta af fræðslu, sem er þó oftast ekki annað en endurtekningar og aftur endurtekningar, nauðsynlegar vegna þess, að áhuginn, sem er nauðsynlegur til alls náms er ekki fyrir hendi. Orsök- in verður því ákafur námsleiði, sem or- sakar, svo sem kunnugt er, ólæti, bréfa- skriftir, samtöl og jafnvel spilamennsku í tímurn hjá þeim kennurum, sem ekki halda uppi ströngum aga, en hjá hin- um látast þeir þó taka eftir. Sú fræðsla, sem kennurum íekst að troða í kollinn á nemendum á löngum tíma hefir þar svo venjulega ekki lengri viðdvöl en til þeirrar stundar, er staðið er upp frá prófborðinu, þá er hún rokin út í veður og vind sem gagnslaus fróðleikur. Jafn- framt þessu ríkir svo hin harða og oft illgjarna samkeppni, sem orsakar það, að viðurkenndum siðferðisreglum, sem

x

Menntskælingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntskælingur
https://timarit.is/publication/453

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.