Gelmir - 01.04.1954, Blaðsíða 7
Hættn aldrei við hálfnað verk
eftir Konrad Adenauer.
Þetta ráð hljóraaði stöðugt fyrir eyrum mínum þegar ég var drengur.
Það hefur fylgt mér æ síðan, styrkt mig á erfiðum tímum og veitt mér
djúpa ánægju.
Þetta ráð gaf faðir minn mér, en hann hafði lært það af reynslunni.
Sem ungur hermaður gerði hann skyldu sína svo vel, að hann var gerður
að liðsforingja á v.'gvellinum, í prússneska hernum, sem var dæmafár
frami. Síðar sem s'arfsmaður við dómstól vann hann af kappi og vand-
virkni, og hlaut að launum hreina samvizku og var síðan ánægður og
hamingjusamur maður á heimili sínu. Hamingjan var í hans augum bein
afleiðing vinnunnar. .Aðeins þegar þú hefur gert skyldu þína til fulls,“
sagði hann, „ertu fullkomlega hamingjusamur.“
Eins og flestir unglingar, hefði ég miklu frekar viljað vera úti í bolta-
leik en að beygja latneskar sagnir, en faðir minn áleit að höfuðskylda mín
væri að stunda nám mitt. „Einbeittu þér,“ sagði hann og ljómaði af ákafa
og einlægni. „Láttu ekki trufla þig fyrr en þú hefur lokið verkinu, jafn-
vel þó að hleypt sé af fallbyssu við olnbogann á þér.“
Þessum ásetningi á ég það að þakka, að mér gekk vel í skóla. En þrátt
fyrir hina alvarlegu afstöðu föður míns til vinnunnar var heimili okkar
ekki dauft og gleðisnautt, heldur hljómaði það af hlátrum og gleði ham-
ir.gjusams fólks, sem til hamingjunnar hafði unnið.
í háskólanum í Munich var mín eina skylda að ljúka náminu eins fljótt
og mögulegt var, til að hjálpa til við að sjá fjölskyldunni farborða. Nótt
eftir nótt las ég lögbækurnar, vjð Ijós olíulampa. Þegar mér fannst ég
verða að fara að sofa, minntist ég ráðs föðpr míns og hélt áfram. En
hvernig gat ég haldið áfram á hverri nóttu? Ég fyllti þvottaskálina mína
af vatni og setti hana ó gólfið við hliðina á mér, fór úr skóm og sokkum
og hélt áfram berfættur. Þegar höíuðið var að s'ga niður á bringuna, af
syfju, stakk ég fótunum ofan í kalt vatnið, og hristi af mér slenið. Þessu
ráði á ég það að þakka, að ég lauk háskólanámi á þremur árum í stað
fjögurra.
Ráð föður mins hefur hjálpað mér oft síðan. Ég hef aldrei talið slcrif-
Stofutínia mína. Ég hef komizt að raim um, að ef þú vilt ekki hætta við
GEL.MfR
7